Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sagt er að yfirborð eyjanna líti stundum út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda músa.
Sagt er að yfirborð eyjanna líti stundum út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda músa.
Fréttir 11. desember 2019

Innrás músanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vistkerfi Farallon-eyja, sem liggur við norðanverða strönd Kaliforníu, er sagt vera í bráðri hættu vegna mikillar fjölgunar músa. Eyjarnar eru sagðar ríkar af líffræðilegri fjölbreytni en líffræðingar segja að það geti breyst hratt verði ekkert að gert til að hefta fjölgun músanna.

Farallon-eyjar liggja um 48 kílómetra út af borginni San Francisco og þar verpa um 300 þúsund sjófuglar af ýmsum tegundum, auk þess sem selir og sæljón eru algeng á eyjunum.

Líffræðingar sem hafa verið að kanna hegðun hákarla við eyjarnar og far fugla segja að undanfarin ár hafi músum á eyjunni fjölgað gríðarlega og nú sé svo komið að þær ógni öðrum lífverum þar með afráni. Mýsnar á eyjunum eiga sér enga náttúrulega óvini og fjölga sér því hratt.

Éta allt sem að kjafti kemur

Ekki er nóg með að mýsnar éti fræ þeirra plantna sem á eyjunni eru og dragi þannig úr vexti heldur grafa þær holur og taka yfir holur varpfugla og hrekja fuglana á brott.
Sprenging í fjölda

Talið er að mýs hafi borist til eyjanna á seinni hluta nítjándu aldar með sjómönnum sem heimsóttu þær til að safna eggjum. Fjölgun músanna var takmörkuð þar til fyrir nokkrum árum þegar spenging varð í fjölda þeirra og nú er svo komið að þær eru um allt eins og plága. Fjöldi músa á eyjunni er sagður vera sá mesti á hektara í heiminum og varla hægt að þverfóta fyrir þeim og stundum sagt að yfirborð eyjanna líti út fyrir að vera á hreyfingu vegna fjölda þeirra.

Gildrur eða eitur

Að sögn þeirra sem láta sér málið varða verður að gera eitthvað róttækt til að draga úr fjölda músanna áður en þær valda enn meiri skaða á lífríki eyjanna. Langt er frá að allir séu sammála um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fljótlegasta og öruggasta leiðin er sögð að eitra fyrir músunum en aðrir segja að eitrunin muni hafa ófyrirsjáanleg áhrif á annað dýralíf á eyjunum og í sjónum í kringum þær. Andstæðingar eitrunar segja að betra sé að leggja fyrir mýsnar gildrur.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...