Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Isis stjórna 50% markaðarins
Fréttir 24. nóvember 2015

Isis stjórna 50% markaðarins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Isis-samtökin, sem lýst hafa sig ábyrg fyrir hroðalegum árásum á borgara í París og fleiri voðaverkum, stjórna um 50% af allri hveitiframleiðslu í Írak.

Samtökin hafa kerfisbundið verið að söðla undir sig matvælamarkaðinn í landinu og framleiðir meðal annars mikið magn af hveiti. Starfsemi samtakanna er að hluta til fjármögnuð af sölu á hveitinu og öðru korni á svörtum markaði. Stafsemin er þó aðallega fjármögnuð með sölu á olíu og fjárstuðningi erlendra ríkja.

Á síðasta ári komust samtökin yfir 1,1 milljón tonn af hveiti sem voru í geymslu á svæðum sem þau hernumdu. Auk þess að gera framleiðslu bænda á hernumdum svæðum upptæka krefst Isis hárra skatta af bændum vegna framleiðslu þeirra og í sumum tilfellum verndartolla.

Átökin í Sýrlandi hafa gengið gríðarlega á matvælaframleiðslu í landinu og að minnsta kosti helmingur allra kornakra í landinu hafa orðið eldi að bráð. Átök innanlands og loftárásir Rússa, Bandaríkjamanna, Frakka og annarra þjóða hafa valdið íkveikjum á ökrunum sem brenna upp á örskotsstundu vegna þurrs loftslags í landinu. 

Skylt efni: Hveti | Írak | Isis | átök | Matvæli

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...