Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Isis stjórna 50% markaðarins
Fréttir 24. nóvember 2015

Isis stjórna 50% markaðarins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Isis-samtökin, sem lýst hafa sig ábyrg fyrir hroðalegum árásum á borgara í París og fleiri voðaverkum, stjórna um 50% af allri hveitiframleiðslu í Írak.

Samtökin hafa kerfisbundið verið að söðla undir sig matvælamarkaðinn í landinu og framleiðir meðal annars mikið magn af hveiti. Starfsemi samtakanna er að hluta til fjármögnuð af sölu á hveitinu og öðru korni á svörtum markaði. Stafsemin er þó aðallega fjármögnuð með sölu á olíu og fjárstuðningi erlendra ríkja.

Á síðasta ári komust samtökin yfir 1,1 milljón tonn af hveiti sem voru í geymslu á svæðum sem þau hernumdu. Auk þess að gera framleiðslu bænda á hernumdum svæðum upptæka krefst Isis hárra skatta af bændum vegna framleiðslu þeirra og í sumum tilfellum verndartolla.

Átökin í Sýrlandi hafa gengið gríðarlega á matvælaframleiðslu í landinu og að minnsta kosti helmingur allra kornakra í landinu hafa orðið eldi að bráð. Átök innanlands og loftárásir Rússa, Bandaríkjamanna, Frakka og annarra þjóða hafa valdið íkveikjum á ökrunum sem brenna upp á örskotsstundu vegna þurrs loftslags í landinu. 

Skylt efni: Hveti | Írak | Isis | átök | Matvæli

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...