Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslendingar verða 467 þúsund árið 2080
Fréttir 17. desember 2015

Íslendingar verða 467 þúsund árið 2080

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt mannfjöldaspá Eurostat, hagstofu ESB, þá mun Íslendingum fjölga úr rúmlega 328 þúsundum á þessu ári í rúmlega 467 þúsund árið 2080. 
 
Samkvæmt þessari spá er gert ráð fyrir að Íslendingar verði orðnir 341 þúsund árið 2020 og rúmlega 366 þúsund árið 2030. Þá verða íbúar landsins orðnir rúmlega 388 þúsund árið 2040, nærri 409 þúsund árið 2050 um 428 þúsund árið 2060,  tæplega 448 þúsund árið 2070 og rúmlega 467 þúsund árið 2080. 
Athygli vekur að í spánni er gert ráð fyrir umtalsverðri fjölgun íbúa í Bretlandi, Frakklandi og í Svíþjóð fram til 2080, en verulegri fækkun íbúa í Þýskalandi. Þá mun einnig fækka töluvert í Portúgal og Grikklandi samkvæmt spánni.
 
Bretland verður fjölmennasta ríki Evrópu
 
Bretar verða fjölmennasta þjóð Evrópu árið 2080 samkvæmt spá Eurostat. Í dag eru íbúar Stóra-Bretlands rúmlega 64,6 milljónir, er er spáð að verði 85,1 milljón árið 2080. 
 
Frökkum mun einnig fjölga verulega fram til 2080. Íbúar Frakklands eru nú  tæplega 66,2 milljónir í dag, en verða samkvæmt spánni rúmlega 78,8 milljónir árið 2080. 
 
Þjóðverjum fækkar verulega
 
Mjög neikvæð íbúaþróun mun verða í Þýskalandi samkvæmt spánni. Íbúar Þýskalands eru í dag 80,7 milljónir en munu  samkvæmt spá Eurostat fækka í 65,4 milljónir árið 2080, eða um 15,3 milljónir. 
 
Norðurlandabúum fjölgar
 
Svíar teljast vera rúmlega 9,7 milljónir í dag. Samkvæmt spánni mun þeim fjölga í 14,1 milljón fram til 2080. Norðmenn eru nú tæplega 5,2 milljónir en mun fjölga í ríflega 8,5 milljónir fram til 2080. Þá eru Danir nú rúmlega 5,6 miljónir en mun fjölga í tæplega 6,8 milljónir. Finnar eru nú tæplega 5,5 milljónir en fjölgar samkvæmt spánni í tæplega 6,4 milljónir. 
 
Í spánni koma ekki fram sérstakar tölur um þróunina í Færeyjum, né á Grænlandi, og eru þær þjóðir þá væntanlega skilgreindar með Dönum. 
 
Einnig má geta þess að frændur vorir Írar teljast nú vera 4,6 milljónir en verða tæplega 5,9 milljónir ef spáin gengur eftir. 
 
Af öðrum Evrópuþjóðum er það að segja að á Kýpur mun íbúum fjölga úr 873 þúsund í 1.253 þúsund. Á Ítalíu mun íbúum fjölga úr rúmlega 60,9 milljónum í rúmar 65 milljónir. Á Möltu mun íbúum fjölga úr 426 þúsund í 482 þúsund. 
 
Íbúum á Spáni fjölgar samkvæmt spánni úr tæplega 46,4 milljónum í tæplega 47,6 milljónir. Þá mun fjölga í Sviss úr rúmum 8,2 milljónum í tæplega 11,9 milljónir. Austurríkismönnum mun einnig fjölga úr tæplega 8,6 milljónum í tæplega 9,6 milljónir.
Í Tékklandi fjölgar úr rúmlega 10,5 milljónum í tæplega 11 milljónir. Íbúum Lúxemborgar mun fjölga úr tæplega 563 þúsund í tæplega 1,3 milljónir. Í Belgíu mun fjölga úr 11,3 milljónum í rúmlega 16,6 milljónir. Íbúum Hollands mun hins vegar lítillega fækka eða úr tæplega 16,9 milljónum í 16,7 milljónir. Þá mun fækka í Portúgal úr tæplega 10,4 milljónum í 7,1 milljón. 
 
Fækkun í nær allri Austur- Evrópu og Þýskaland fylgir með
 
Fækkun mun verða í nær allri austanverðri Evrópu og suður til Grikklands að Kýpur undanskildu og nær sú fækkun eins og fyrr segir inn í Þýskaland þar sem hún verður mest. 
 
Í Eistlandi, Lettlandi og Litháen mun fækka nokkuð sem og í Póllandi þar sem gert er ráð fyrir fækkun úr tæpum 38,5 milljónum í rúmlega 29,6 milljónir. Þá mun íbúum einnig fækka í Slóvakíu, Ungverjalandi, Króatíu, Slóveníu, Rúmeníu, Búlgaríu, Grikklandi og Portúgal.
 
Í tölum Eurostat er ekki spáð um þróunina í Bosníu Herzegovinu, Svartfjallalandi, Serbíu né í Albaníu. 
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...