Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Mynd / Hagar
Fréttir 6. ágúst 2021

Íslensk matvælaframleiðsla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hagar hafa veitt átta frumkvöðla­fyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljóna króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði.

Peningarnir koma úr nýsköpunarsjóðnum „Uppspretta“ hjá Högum, sem hefur það markmið að styðja við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd átta verkefni til styrkveitingar.

Verkefnin sem hlutu styrkveitingu eru eftirfarandi:

  • The Optimistic Food Group framleiðir ferskar og góðar grænkeravörur. Þeirra fyrsta vara á markað verður Happyroni.
  • Responsible Foods vinnur að framleiðslu á ostasmánaslinu Crunchy Toppers sem er framleitt með nýstárlegri tækni og eykur nýtingu á hráefnum við framleiðslu á þurrkuðu ostanasli.
  • Vegangerðin framleiðir matvörur sem innihalda engar dýraafurðir úr nærumhverfi. Fyrsta vara Vegangerðarinnar verður Tempeh sem er kolvetnarík grænkeravara.
  • Kokteilaskólinn hlaut styrk til framleiðslu á kokteilasírópi í hæsta gæðaflokki. Sírópið er ætlað að auðvelda gerð kokteila, bæði óáfengra og áfengra.
  • Plantbase Iceland vinnur að framleiðslu á næringarríku kjötlíki úr plönturíkinu og nota til þess náttúrulega gerjunarferla. Bongó Bongó verður fyrsta próteinríka vara Plantbase á markað.
  • Livefood ehf. vinnur að framleiðslu á hágæða íslenskum grænkeraostum. Ostarnir verða unnir úr íslenskum kartöflum og því einstakir á heimsvísu.
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...