Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Mynd / Hagar
Fréttir 6. ágúst 2021

Íslensk matvælaframleiðsla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hagar hafa veitt átta frumkvöðla­fyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljóna króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði.

Peningarnir koma úr nýsköpunarsjóðnum „Uppspretta“ hjá Högum, sem hefur það markmið að styðja við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd átta verkefni til styrkveitingar.

Verkefnin sem hlutu styrkveitingu eru eftirfarandi:

  • The Optimistic Food Group framleiðir ferskar og góðar grænkeravörur. Þeirra fyrsta vara á markað verður Happyroni.
  • Responsible Foods vinnur að framleiðslu á ostasmánaslinu Crunchy Toppers sem er framleitt með nýstárlegri tækni og eykur nýtingu á hráefnum við framleiðslu á þurrkuðu ostanasli.
  • Vegangerðin framleiðir matvörur sem innihalda engar dýraafurðir úr nærumhverfi. Fyrsta vara Vegangerðarinnar verður Tempeh sem er kolvetnarík grænkeravara.
  • Kokteilaskólinn hlaut styrk til framleiðslu á kokteilasírópi í hæsta gæðaflokki. Sírópið er ætlað að auðvelda gerð kokteila, bæði óáfengra og áfengra.
  • Plantbase Iceland vinnur að framleiðslu á næringarríku kjötlíki úr plönturíkinu og nota til þess náttúrulega gerjunarferla. Bongó Bongó verður fyrsta próteinríka vara Plantbase á markað.
  • Livefood ehf. vinnur að framleiðslu á hágæða íslenskum grænkeraostum. Ostarnir verða unnir úr íslenskum kartöflum og því einstakir á heimsvísu.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...