Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar, segir að íslensku jólatrén sæki í sig veðrið og innflutningur jólatrjáa dregst saman.
Mynd / Sigurður Ormur Aðalsteinsson
Fréttir 23. nóvember 2021

Íslensk tré sækja í sig veðrið á kostnað þeirra innfluttu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það má segja að jólin séu hafin í Kjarnaskógi og það er alltaf skemmtilegur tími,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hann segir jólastússið stóran lið í því að fjármagna starfsemi félagsins yfir árið.

Starfsmenn félagsins hafa farið nokkrar ferðir út í skóg að höggva jólatré og segir Ingólfur að byrjað sé á að sinna fyrirtækjum hér og hvar sem vilja gleðja gesti og gangandi í aðdraganda jólanna og varpa birtu yfir umhverfið með ljósadýrðinni. Hann segir að í boði séu svonefnd aðventutré sem flutt eru heim að dyrum hjá fyrirtækjum, þau eru á stöðugum fæti og standa gjarnan utan við verslanir eða fyrirtæki.

„Það er vaxandi að einstaklingar og húsfélög nýti sér þessa þjónustu, enda hægt að fá trén fullskreytt með seríum heim á hlað og engu þarf við að bæta, bara stinga í samband,“ segir hann. Síðustu daga hafa starfsmenn SE einnig verið að höggva torgtré, stærri tré sem send eru til bæjarfélaga.

Innflutningur dregst saman

Tvær helgar í desember stendur almenningi til boða að höggva sín eigin jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk og þá opnar hin hefðbundna jólatrésala í Kjarnaskógi einnig í byrjun desember.

„Þar eru heimilisjólatrén allsráðandi, sum þeirra ræktum við sjálf en erum einnig í samvinnu við fjölmarga íslenska jólatrjáframleiðendur. Íslensku trén hafa sótt mjög í sig veðrið undanfarin ár og innflutningur hefur að sama skapi dregist saman sem er af hinu góða,“ segir Ingólfur en þar vegur þyngst aukin umhverfisvitund sem og sjúkdómahætta sem innflutningi fylgir.

„Svo má náttúrlega ekki gleyma því að allt þetta jólatrjáastúss var fundið upp til að gleðja okkur, við reynum að hafa það að leiðarljósi hér í skóginum og hrífa aðra með.“

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...