Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 27. júní 2024

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þann 11. júní var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska ríkinu vegna vangreiddra ullargreiðslna til sauðfjárbænda vegna ullarinnleggs á árunum 2016–2017.

Helgi Jóhannesson.

„Þar verður mál eins sauðfjárbónda keyrt sem prufumál, í samræmi við samkomulag Bændasamtakanna við ríkislögmann.

Niðurstaða þess dómsmáls verður fordæmisgefandi fyrir uppgjörið gagnvart öðrum sauðfjárbændum sem einnig eiga eftir að fá uppgjör,“ segir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður, sem fer með mál stefnanda fyrir dómstólum.

Málið hefur fordæmisgildi fyrir yfir 1.600 bændur

Kröfufjárhæðir eru mjög mismunandi, allt frá nokkrum þúsundum upp í yfir eina milljón á bónda auk vaxta.

„Samtals eru þetta yfir 200 milljónir auk vaxta sem hér um ræðir,“ segir Helgi.

Uppgjörstímabilinu breytt án lagaheimilda

Að sögn Helga snýst málið um bráða­birgðaákvæði í reglugerð sem sett var þann 17. desember 2017, en þar var uppgjörstímabili vegna greiðslna til ullarbænda, sem áður hafði verið frá 1. nóvember til 31. október, breytt. Uppgjörstímabilið sem hófst þann 1. nóvember 2016 var því lengt til 31. desember 2017, úr 12 mánuðum í 14, án þess að fjármunum væri bætt í málaflokkinn af hálfu ríkisins. Af þessum sökum dreifðust fjármunirnir, sem eyrnamerktir voru til málaflokksins á þessu eina tímabili, á meira magn ullar en ella með tilheyrandi tjóni fyrir ullarframleiðendur.

Segir Helgi að umboðsmaður Alþingis hafi komst að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að framangreint bráða­birgðaákvæði reglu­gerðarinnar væri ólögmætt. „Umboðsmaður taldi að ekki hafi verið fullnægjandi heimild í lögum fyrir því að lengja uppgjörstímabilið með þeim hætti sem gert var. Umboðsmaður taldi einnig í álitinu að breytingin hafi farið gegn réttmætum vænt­ ingum ullarframleiðenda sem lagt höfðu inn ull á tímabilinu 1. nóvember 2016 til 31. desember 2017, auk þess sem ákvæðið hafi falið í sér afturvirka reglusetningu.“

Málaferli og sættir

Í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis höfðuðu sjö bændur mál á hendur ríkinu, á árinu 2022, til að rétta sinn hlut vegna hins ólögmæta reglugerðarákvæðis. Gerð var dómsátt í öllum málunum í árslok 2023 þar sem íslenska ríkið féllst á að greiða bændununum stefnukröfur þeirra að fullu, auk vaxta og kostnaðar.

Samkomulag utan réttar tókst ekki

„Ríkið vildi ekki fallast á að semja um greiðslur til annarra ullarframleiðenda utan réttar og því er nauðsynlegt að fara dómstólaleiðina nú. Af hálfu ríkisins mun málið örugglega snúast um að það sé fyrnt, myndi ég halda, en ríkið á ekki að skila greinargerð fyrr en 5. september næstkomandi þannig að ég er ekki enn búinn að sjá varnirnar,“ heldur Helgi áfram.

„Það skýtur óneitanlega skökku við að ríkið skuli ekki vera tilbúið til að láta eitt yfir alla ganga í þessum málum,“ bætir Helgi við.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...