Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur við rekka af lambapelsinum NORA.
Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur við rekka af lambapelsinum NORA.
Fréttir 10. febrúar 2016

Íslenski lambapelsinn NORA kominn í sölu

NORA, pels sem er alfarið hannaður og framleiddur hér á landi úr íslenskum gærum, er kominn í sölu á Epal og á heimasíðu NORA, www.nora.is. 
 
NORA-pelsinn er framleiddur úr íslenskum gærum, sem eru sútaðar í Loðskinni á Sauðárkróki. Ingibjörg Finnbogadóttir hannar pelsana og þeir eru saumaðir á verkstæði NORU í Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Fyrsti hluti framleiðslunnar, sem er eingöngu hvítir pelsar, var framleiddur úr gærum frá Norðlenska sem styrkti framleiðsluna. Næsta skref er svo að bæta við fleiri litum og sniðum. 
 
Hugmyndin á bakvið NORA er að endurvekja velgengni íslenska lambapelsins, sem var vinsæl flík hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Einnig er horft til þess að auka verðmæti íslenskra gæra með því að gera eftirsóknarverða flík úr þessu góða og hlýja hráefni. 
 
Stofnendur NORA eru Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur. 

3 myndir:

Skylt efni: lambapels

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...