Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Mynd / Krónan
Fréttir 15. september 2020

Íslenskir smáframleiðendur fá sitt svæði í Krónunni Granda

Höfundur: smh

Í lok síðustu viku setti Krónan Grandi upp sérstakt svæði í verslun sinni sem er sérmerkt íslenskum smáframleiðendum.

Þar er vörum félagsmanna Samtaka smáframleiðenda matvæla stillt upp saman á svæðinu sem kallast Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum og er samstarfsverkefni samtakanna og Krónunnar.

Stefnt er að því að sambærilegum svæðum verði komið upp í öðrum verslunum Krónunnar, verði næg eftirspurn eftir vörunum.

Sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni

Á svæði íslensku smáframleiðendanna er sérstakur kælir, frystir og sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni um framleiðendurna og vörurnar.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björns­dóttur, framkvæmdastjóra sam­takanna, er tilgangurinn að gera vörum smáframleiðenda matvæla hærra undir höfði og gera þær aðgreinanlegri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini Krónunnar. „Við skiptum árinu upp í tveggja mánaða tímabil og munu um 20 smáframleiðendur bjóða valdar vörur á hverju tímabili,“ segir hún.

Tæplega eins árs samtök með 75 framleiðendur

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á Hótel Sögu 5. nóvember 2019. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Skylt efni: smáframleiðendur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...