Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ingvi Stefánsson, formaður félagsins, í pontu á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands, sem fær nú nafnið „Félag svínabænda“.
Ingvi Stefánsson, formaður félagsins, í pontu á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands, sem fær nú nafnið „Félag svínabænda“.
Mynd / HKr.
Fréttir 15. maí 2018

Íslenskir svínabændur vilja ekki keppa með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á aðalfundi Svínaræktarfélags Íslands lýsti formaður samstarfi íslenskra svínabænda við TopigsNorsvin í Noregi þaðan sem allt erfðaefni kemur fyrir íslenska svínarækt. Þar kom fram að í Hollandi virðist það vera viðtekin venja að beita  hormónagjöfum í svínaræktinni.
 
„Það er óhætt að segja að öll umgjörð og rekstur hafi gjörbreyst eftir að Hollendingar og Norðmenn sameinuðust með þessa starfsemi fyrir fáum árum síðan. Öll samskipti eru með formlegri hætti og sú tíð er liðin að hægt væri að bera sig illa til að fá afslátt að erfðaefni,“ sagði Ingvi Stefánsson, formaður félagsins.
 
Okrað á þröngri stöðu íslenskrar svínaræktar
 
„Eins og við öll vitum er regluverkið okkar þ.a. einungis er heimilt að flytja inn erfðaefni frá einni kynbótastöð í heiminum sem er staðsett í Hamar í Noregi. Þetta vita kollegar okkar erlendis og hafa nýtt sér við endurnýjun samninga. Strax á þessu ári verður áskriftargjaldið hækkað um 50% og á árinu 2020 verður búið að tvöfalda það. Ég bý ekki yfir þeim orðaforða að geta lýst því hvað það er sérstök tilfinning að búa við þetta fyrirkomulag. Vitandi að á sama tíma styttist í að innflutningur á hráu kjöti frá allri Evrópu verði heimilaður til landsins. 
 
Við getum einungis flutt inn djúpfryst svínasæði frá einni kynbótastöð í Noregi sem fer í 30 daga einangrun áður en það fer inn á bú til bænda. Á sama tíma styttist í að hægt verði að flytja inn hrátt svínakjöt frá löndum einsog Spáni, Grikklandi og Þýskalandi þar sem sýklalyfjanotkun er tugfalt meiri en hér á landi og heilnæmi afurða almennt lakari. Auðvitað viljum við ekki slaka á kröfum varðandi innflutt erfðaefni, en við viljum heldur ekki keppa með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak.“
 
Fullorðin dýr meðhöndluð með hormónagjöfum í Hollandi 
 
„Hópur svínabænda fór í boði Topigs Norsvin til Hollands í október þar sem tækifæri gafst m.a. til að fara inn á tvö svínabú. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig hægt var að stilla vinnutíma starfsfólks af eftir skrifstofutíma, já 8 til 4. Þetta gera þeir með því að meðhöndla fullorðin dýr með hormónum bæði fyrir got og fyrir beiðsli. Það virðist viðtekin venja. Það þótti ekki einu sinni feimnismál að sýna okkur þetta. Er þetta framtíðin í íslenskri svínarækt, viljum við þetta?“
 
Endurskoðun búvörusamninga
 
„Um mitt síðasta ár tók ég sæti í samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga og sat eina fjóra fundi. Ég tel að það hafi verið skynsamlegt að leysa þennan hóp upp og skipa nýjan. Það er reyndar til marks um hvað stjórnmálin hafa verið í miklum ógöngum síðustu árin að þetta er þriðji hópurinn sem tekur til starfa. En ég tel hann vel skipaðan og undir forystu Haraldar Benediktssonar og Brynhildar Pétursdóttur næst vonandi víðtæk sátt um umgjörð landbúnaðarins, full þörf er á.“ 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...