Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Skjáskot úr nýju kyningarmyndbandi Sölufélags garðyrkjumanna. Nú er áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 7. febrúar 2022

Íslenskt grænmeti stendur fyrir – GÆÐI BEINT FRÁ BÓNDA

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) fagnaði 80 ára afmæli á árinu 2020 en það var stofn­að þann 13. janúar árið 1940. Félagið hefur nú sett í loftið nýtt og glæsilegt kynningar­myndband um starfsemina sem spannar allan ferilinn frá bónda á matborð neytenda.

Eins og fram kemur í mynd­bandinu er SFG samheldin fjölskylda grænmetisbænda sem hefur í þrjár kynslóðir vökvað grænmetið sitt með íslensku vatni.

Á rúmlega 80 árum hefur Sölufélag grænmetisbænda þróast hratt og tekið vaxtarkipp með hverri kynslóð. Félagið hefur þroskast á þessum áratugum úr grasrótarafli í bakland fyrir bændur. Eða eins og segir í myndbandinu:

„Fyrsta kynslóðin plægði akurinn með áherslu á framleiðslugetuna. Hún sýndi það og sannaði að á Íslandi má rækta afbragðsgrænmeti árið um kring. Önnur kynslóð fylgdi í plógfarið með áherslu á vöruþróun, merkingar og gæði. Hún sáði um leið fræjum að öflugu kynningarstarfi. Í dag vita allir að íslenskt grænmeti stendur fyrir gæði beint frá bónda.“

Nú sé áherslan lögð á vistvænar lausnir í ræktun, pökkun og dreifingu sem er kolefnisjöfnuð alla leið í innkaupakörfuna.

Kynningarmyndband um starfsemi SFG

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...