Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskt sé staðfest
Fréttir 19. október 2023

Íslenskt sé staðfest

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Neytendasamtökin lýsa ánægju með hið nýja upprunamerki fyrir íslenskar matvörur og blóm, Íslenskt staðfest.

Segir framkvæmdastjóri sam- takanna að allnokkrar atlögur hafi verið gerðar að slíkri merkingu í gegnum tíðina án þess að virka sem skyldi en undirbúningur að baki Íslenskt staðfest virðist vandaður og framleiðendur því hvattir til að nota merkið.

Neytendur kalli mjög ákveðið eftir slíku. Samkvæmt markaðssviði Bændasamtakanna kemur ítrekað í ljós að neytendur vilja íslenska vöru.

Sölutölur bendi þó til að þrátt fyrir að fólk telji sig vera að kaupa íslenskt sé það alls ekki alltaf raunin.

Fólk eigi í vandkvæðum með að lesa úr merkingum og upplifi ákveðið óöryggi varðandi hvað það sé í raun að kaupa. Íslenskt staðfest sé því bráðnauðsynlegt skref.

Aðeins verður heimilt að nota merkið á vörur sem framleiddar eru og pakkaðar á Íslandi.

Sjá nánar á bls. 10. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...