Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Matarmarkaði Búrsins í mars í fyrra.
Frá Matarmarkaði Búrsins í mars í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 15. mars 2017

Íslenskum gulrótum hampað á Matarmarkaði Búrsins

Höfundur: smh
Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.–19. mars næstkomandi, en markaðurinn hefur verið haldinn í meira en tíu skipti og fest sig vel í sessi meðal íslenskra matgæðinga. Þar er jafnan að finna það frambærilegasta hverju sinni í íslenskri smáframleiðslu matvæla.
 
Að sögn Hlédísar Sveinsdóttur, sem heldur utan um markaðinn ásamt Eirnýju Sigurðardóttur í ostaversluninni Búrinu, verður markaðurinn hefðbundinn í þeim skilningi að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er sætt eða súrt, grænmeti eða kjöt, gróft eða fínt. 
 
Gulrótinni hampað
 
„Svo eru alltaf nýir aðilar á hverjum markaði sem bætast í matarmarkaðs-fjölskylduna; í þetta sinn koma sex nýir inn. Má þar nefna engiferpasta, súkkulaði úr kakóbaunum frá Tansaníu skreytt lituðu kakósmjöri, ljúffengir lambabitar úr Breiðdal, hráfæði úr Eyjafirði og kartöflusnakk.
 
Okkur langar að gera gulrótinni sérstaklega hátt undir höfði. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé slegist um hverju einustu gulu rót sem upp kemur úr íslenski mold. Þær eru svo sætar og safaríkar þessar elskur, það er því miður ekki hægt að segja það um allar þær gulrætur sem hér eru í boði á stórmörkuðum. 
 
Mig langar að nota tækifærið og biðla til fólks, neytenda sem halda að þeir borði ekki gulrætur, að prófa að smakka aftur – og vera þá vissir um að fersk íslensk gulrót verði fyrir valinu. Ég er hrædd um að þeir sem smakki innfluttar gulrætur muni telja sig ekki borða gulrætur, sem væri algjör synd því þær eru afskaplega heilnæmar,“ segir Hlédís.  
 
Hún segir að það sé gaman að staðfesta að Gísli Matthías Auðunsson, eigandi veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, ætli að elda smárétti úr gulrótinni í Hörpu. Þannig vilji hann heiðra hana sérstaklega sem úrvals hráefni. 
 
„Framleiðendur eru líka duglegir að koma með nýjungar, þátttakendur sem hafa oft verið með áður en koma reglulega með nýjar vörur. Þetta er svo fínn vettvangur til að eiga samræðu við neytendur, gefa smakk og fá þeirra viðbrögð – það er mikilvægt í vöruþróun. Lava cheese kemur með alveg nýtt og áður óþekkt bragð og fleira mætti telja,“ segir Hlédís.
 
 
Pub Quiz um mat og drykk
 
„Svo er gaman að segja frá því að Ólafur Örn Ólafsson þáttarstjórnandi í sjónvarpsþáttunum Það er kominn matur – og auðvitað matgæðingur með meiru – ætlar að halda Pub Quiz spurningarkeppni í samstarfi við Matarmarkað Búrsins og Ölgerðina. 
 
Pub Quiz er á dagskrá klukkan 17.17, laugardaginn 18. mars inn af Smurstöðinni. Þar verður bara spurt um mat og drykk, enda það eina sem þarf að vita,“ segir Hlédís. 
 
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir í ostaversluninni Búrinu á Grandagarði í Reykjavík. 
 
Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...