Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Mynd / Úr skýrslu Byggðastofnunar
Fréttir 13. mars 2024

Jákvæð upplifun styrkþega

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var framkvæmd könnun meðal þeirra byggðarlaga sem þátt hafa tekið í verkefni Brothættra byggða, þar sem styrkþegar voru inntir eftir því hver upplifun þeirra væri af verkefninu í heild sinni.

Svarhlutfall var um 60%, tekið til áranna 2020–2023 úr sjö byggðarlögum og er einkennandi hversu mikil jákvæðni var í garð verkefnisins. Kom einnig fram ítrekun á mikilvægi stuðnings við íbúa hvers byggðarlags, viðurkenning á hugmyndum þeirra og eftirfylgni. Var samróma upplifun að þó ekki væri endilega um háar upphæðir að ræða í mörgum tilvika styrkja, fælist í þeim hvatning til að framfylgja verkefnunum.

Rúmur helmingur svarenda gaf 9–10 stig af tíu mögulegum við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú myndir sækjast eftir öðrum/áframhaldandi styrk frá Brothættum byggðum?“ og yfir 80% svarenda gáfu einkunn frá bilinu 6–10. Verkefni á sviði menningar/ lista/viðburða og tækjakaupa/ vinnuaðstöðu/uppbygginga stóðu hvað hæst þó styrkirnir hafi annars þjónað víðu sviði.

Varðandi þau skref sem taka þarf til þess að sækja um styrkinn, gáfu um 70% þátttakenda í könnuninni einkunnina 6–10 og þótti ferlið fremur auðvelt. Vert er að geta þess að verkefnastjórar veita aðstoð ef þarf við hugmyndavinnu og umsóknaskrif. Kom í ljós að 90% styrkþega síðustu þriggja ára þótti aðgengi að verkefnastjóra eiga skilið háa einkunn, vel eða mjög vel hafi gengið að fá aðstoð.

Samkvæmt skýrslunni kemur fram að um 74% töldu auðvelt eða mjög auðvelt að fá hjálp verkefnisstjóra. 20% hafa ekki þurft eða ekki borið sig eftir aðstoð í umsóknarferlinu á meðan um 3% telja ferlið mjög erfitt eða erfitt.

Niðurstöður eru því þær að víðtæk sátt er með verkefnið í heild sinni þar sem upplifun um þakklæti, traust, hvatningu og samheldni ber hæst og verkefnastjórar Brothættra byggða, þau Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir afar ánægð með málalyktir.

Skylt efni: brothættar byggðir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...