Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Mynd / Úr skýrslu Byggðastofnunar
Fréttir 13. mars 2024

Jákvæð upplifun styrkþega

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var framkvæmd könnun meðal þeirra byggðarlaga sem þátt hafa tekið í verkefni Brothættra byggða, þar sem styrkþegar voru inntir eftir því hver upplifun þeirra væri af verkefninu í heild sinni.

Svarhlutfall var um 60%, tekið til áranna 2020–2023 úr sjö byggðarlögum og er einkennandi hversu mikil jákvæðni var í garð verkefnisins. Kom einnig fram ítrekun á mikilvægi stuðnings við íbúa hvers byggðarlags, viðurkenning á hugmyndum þeirra og eftirfylgni. Var samróma upplifun að þó ekki væri endilega um háar upphæðir að ræða í mörgum tilvika styrkja, fælist í þeim hvatning til að framfylgja verkefnunum.

Rúmur helmingur svarenda gaf 9–10 stig af tíu mögulegum við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú myndir sækjast eftir öðrum/áframhaldandi styrk frá Brothættum byggðum?“ og yfir 80% svarenda gáfu einkunn frá bilinu 6–10. Verkefni á sviði menningar/ lista/viðburða og tækjakaupa/ vinnuaðstöðu/uppbygginga stóðu hvað hæst þó styrkirnir hafi annars þjónað víðu sviði.

Varðandi þau skref sem taka þarf til þess að sækja um styrkinn, gáfu um 70% þátttakenda í könnuninni einkunnina 6–10 og þótti ferlið fremur auðvelt. Vert er að geta þess að verkefnastjórar veita aðstoð ef þarf við hugmyndavinnu og umsóknaskrif. Kom í ljós að 90% styrkþega síðustu þriggja ára þótti aðgengi að verkefnastjóra eiga skilið háa einkunn, vel eða mjög vel hafi gengið að fá aðstoð.

Samkvæmt skýrslunni kemur fram að um 74% töldu auðvelt eða mjög auðvelt að fá hjálp verkefnisstjóra. 20% hafa ekki þurft eða ekki borið sig eftir aðstoð í umsóknarferlinu á meðan um 3% telja ferlið mjög erfitt eða erfitt.

Niðurstöður eru því þær að víðtæk sátt er með verkefnið í heild sinni þar sem upplifun um þakklæti, traust, hvatningu og samheldni ber hæst og verkefnastjórar Brothættra byggða, þau Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir afar ánægð með málalyktir.

Skylt efni: brothættar byggðir

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...