Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vegurinn yfir Ódrjúgsháls úr Djúpafirði er mjög brattur á köflum og erfiður, sér í lagi á vetrum. Uppi á hálsinum geta orðið mikil fárviðri sem áfram má búast við þó vegstæðinu yfir hálsinn yrði breytt.
Vegurinn yfir Ódrjúgsháls úr Djúpafirði er mjög brattur á köflum og erfiður, sér í lagi á vetrum. Uppi á hálsinum geta orðið mikil fárviðri sem áfram má búast við þó vegstæðinu yfir hálsinn yrði breytt.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. apríl 2017

Jarðgöng gegnum Hjallaháls talin æskilegust en Teigskógarleiðin yrði helmingi ódýrari

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Skipulagsstofnun hefur lokið álitsgerð vegna Vestfjarðavegar (60) milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólahreppi samkvæmt lögum nr. 106/2000. Þar eru jarðgöng í gegnum Hjallaháls talin æskulegust með áframhaldandi vegi yfir Ódrjúgsháls. Teigskógaleiðin er talin síst vegna sérstöðu skógarins.
 
Skipulagsstofnun úrskurðaði um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Eyri í Reykhólahreppi 28. febrúar 2006. Þar kom ekkert annað til greina varðandi vegalagningu um vegi í Reykhólahreppi nema gamla leiðin um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Virðist Skipulagsstofnun enn ríghalda í þá afstöðu sína, nema hvað nú er gefinn kostur á jarðgöngum í gegnum Hjallaháls.   
 
Í matsskýrslu Vegagerðarinnar eru kynntir fimm kostir á lagningu Vestfjarða­vegar milli Bjarkalundar og Skálaness um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð, leiðir A1, D2, H1, I og Þ-H. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur um Vestfjarðaveg, tryggja öryggi og stytta vegalengdir. 
 
Samkvæmt matsskýrslu Vega­gerðarinnar uppfylla allar skoðaðar leiðir umferðaröryggiskröfur og eru taldar hafa veruleg jákvæð áhrif á samgöngur og umferðaröryggi. 
 
Ef farið verður að ýtrustu óskum Skipulagsstofnunar, þá mun Ódrjúgsháls vera áfram inni í myndinni, en hann er töluverður farartálmi, einkum á vetrum. Vegagerðin hefur bent á að leiðin út Þorskafjörð um Teigskóg sé mun ódýrari kostur en jarðgöng og allur vegurinn yrði á láglendi. Þá sé líklegra að af þeim framkvæmdum geti orðið á næstu árum miðað við reynslu af fjárveitingum til vegagerðar á þessu svæði. 
 
Tilllögur sem lagðar hafa verið fram um margar mismunandi leiðir í vegagerð frá Þorskafirði í Kollafjörð. Vegagerðin vill fara Þ-H leið (Dökkbláa línan) um Teigskóg með þverun í innanverðum Þorskafirði yfir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar í Melanes. Þessi leið yrði öll á láglendi ólíkt þeirri leið sem Skipulagsstofnun leggur til þar sem Ódrjúgsháls yrði áfram inni í myndinni. Auk þess er hún ríflega 20 kílómetrum lengri.
 
Teigskógarleiðin helmingi ódýrari
 
Af þeim fimm kostum sem lagðir eru fram í matsskýrslunni leggur Vegagerðin til að nýr vegur verði lagður samkvæmt leið Þ-H. Það er með þverun innanverðs Þorskafjarðar, um Teigskóg og þaðan með þverun yfir Djúpafjörð og Gufufjörð og áfram út í Melanes. Það er jafnframt ódýrasti kosturinn og er áætlaður kostnaður talinn  verða nærri 6,4 milljörðum króna. Þessi leið er jafnframt 22,5 kílómetrum styttri en núverandi leið yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls og auk þess öll á láglendi. 
 
Leiðin sem Skipulagsstofnun leggur til að verði farin, leið H1 og áfram um  Ódrjúgsháls, er talin muni kosta tvöfalt meira, eða um 12 milljarða króna. Dýrust er þó metin leið A1 sem er út allan Þorskafjörð að austanverðu og með þverun úr Reykjanesi yfir í Skálanes. Hún er talin geta kostað um 12,5 milljarða króna. 
 
Möguleg leið úr Skálanesi yfir í Reykjanes og þaðan áfram austur um Berufjörð með hugsanlegri þverun fjarðarins og inn á Vestfjarðaveg, hefur greinilega verið slegin út af borðinu. Engar kostnaðartölur hafa heldur verið lagðar fram varðandi þá leið. 
 
Vegagerðin hefur gefið það út að sótt verði um framkvæmdaleyfi eftir rýni á áliti Skipulagsstofnunar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri hefur ekki dregið dul á að Vegagerðin telji Teigskógaleiðina skynsamlegasta kostinn. 
 
Vestfirðingar orðnir langþreyttir á stöðunni
 
Ljóst er að Vestfirðingar eru orðnir langþreyttir á togstreitu um vegalagningu um austanverða Barðastrandarsýslu. Er þetta mál búið að vera í umræðunni í meira en hálfa öld. Lagning Djúpvegar með tengingu yfir Steingrímsfjarðarheiði sló þessa umræðu út af borðinu í fjölda ára. Aukin umferð, m.a. vegna uppbyggingar fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörðum og stóraukins fjölda ferðamanna hrópar á endurnýjun vegarins um Austur-Barðastrandarsýslu. Þá þykir mörgum til lítils að ráðast í gerð Dýrafjarðarganga ef því fylgi ekki nýr vegur yfir Dynjandisheiði með tengingu bæði til Bíldudals og yfir á Barðaströnd með endurbættum vegi í Þorskafjörð. 
 
Aðkallandi að ljúka tengingu til austurs
 
Til að stytta vegalengdir á Vestfjarðavegi við Breiðafjörð hafa fram að þessu verið þveraðir þrír firðir, þ.e. Gilsfjörður, Kjálkafjörður og Mjóifjörður og á nokkrum köflum hefur  vegurinn verið lagður í fjörunni á mörkum lands og sjávar, t.d. við Múlaklif í Kollafirði, við botn Vattarfjarðar og við Hörgsnes í Vatnsfirði. Sú vegagerð nýtist illa á meðan ekki er lokið við veginn alla leið í Þorskafjörð. Á þeim kafla Vestfjarðavegar sem hér er kynntur er mögulegt að þrír firðir í viðbót verði þveraðir, þ.e. Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður. Við þær þveranir er ekki hægt að rekja verulegar breytingar á lífríki sjávar eða fjara til þverananna samkvæmt skýrslu Skipulagsstofnunar. 
 
 

Skylt efni: Samgöngumál

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...