Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðmundur Svavarsson.
Guðmundur Svavarsson.
Fréttir 24. júní 2022

Jákvætt að tekið sé tillit til smærri framleiðenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðmundur Svavarsson, formaður Deildar kjúklingabænda, fagnar því að stjórnvöld bregðist nú við alvarlegu ástandi í landbúnaði, vegna gríðarlegrar hækkunar aðfanga til landbúnaðarframleiðslu.

„Þetta er skref í rétta átt til að viðhalda framleiðslugetu bænda og fæðuöryggi þjóðarinnar. Einnig stuðlar þetta að minni hækkunarþörf út á markað til neytenda.

Á síðasta ári voru framleidd 9.244 tonn af alifuglakjöti í landinu. Það þarf 2 tonn af fóðri til að framleiða 1 tonn af kjöti og því má gefa sér að það hafi þurft um 18.500 tonn fóðurs til framleiðslunnar.

Skýrsla spretthópsins segir fóðurverð hafa hækkað um 30% undanfarna mánuði. Sú hækkun hefur í för með sér u.þ.b. 630 milljón kr. hækkun á fóðurreikning alifuglaræktarinnar á ársgrundvelli.

Stuðningur til greinarinnar upp á 160 milljónir kr. er því u.þ.b. 25% þess kostnaðarauka sem orðið hefur í greininni vegna fóðurverðshækkunarinnar einnar og sér. Þá eru ótaldar aðrar hækkanir aðfanga, t.d. flutningar, olía, umbúðir, laun og fjármagnskostnaður.

Þótt það þjóni kannski ekki hagsmunum þeirra sem stærri eru í greininni og að almennt ætti jafnræði að ríkja finnst mér jákvætt að sjá að við úthlutun á að taka sérstakt tillit til minni framleiðenda.“

Skylt efni: spretthópurinn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...