Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Jötunn vélar gjaldþrota

Höfundur: smh

Jötunn vélar hafa lýst sig gjaldþrota og hafa lagt fram beiðni í Héraðsdómi Suðurlands um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að samdráttur á vélamarkaðnum í fyrra hafi verið mjög snarpur, eða um 30 prósent. Hann hafi komið mjög illa niður á rekstri þess og því hafi mikill taprekstur verið á síðasta ári.

Jötunn Vélar ehf. er eitt stærsta þjónustufyrirtæki í landbúnaði á Íslandi, stofnað árið 2004 og hefur sérhæft sig í sölu véla og búnaðar tengdum landbúnaði og verktökum.

Velta fyrirtækisins nam 2,6 milljörðum króna árið 2019 og voru starfsmenn um 35 talsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Selfossi en er einnig með starfsstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum. Flestir störfuðu á Selfossi, eða 27. Þá voru fimm starfsmenn á Akureyri og þrír á Egilsstöðum.

Mikill samdráttur á vélamarkaðnum

Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf., sem jafnframt er stofnandi og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, segir í tilkynningunni að skýringu gjaldþrotabeiðninnar vera mikinn taprekstur á síðasta ári en þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu Jötunn véla ehf. sem afkoman er neikvæð, en hagnaður var á rekstrinum 2018.

„Samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi í fyrra var snarpur og nam um 30% sem kom mjög illa við okkar rekstur. Viðræður við banka og mögulega fjárfesta að undanförnu um endurskipulagningu fyrirtækisins hafa því miður ekki skilað árangri og því eigum við ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins hér á landi á sínum tíma og þoldi því ekki verulegt tap af rekstri sem við bættist í fyrra,“ segir Finnbogi.

Skylt efni: Jötunn vélar

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...