Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kakótré eldri en áður var talið
Fréttir 26. nóvember 2015

Kakótré eldri en áður var talið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir á þróun kakótrés benda til að það eigi sér enn lengri sögu en áður var talið og það getur komið sér vel fyrir kakóræktendur og súkkulaðiframleiðendur.

Eitt af þeim vandamálum sem fylgja ræktun nytjaplantna er að erfðamengi ræktunarplantanna vill verða einsleitt og því hætta á að sjúkdómar, plágur og loftslagsbreytingar geti lagt heilu ræktunarsvæðin að velli. Ræktendur eru því sífellt á höttunum eftir nýjum afbrigðum sem geta bætt uppskeruna og öryggi hennar.

Tíu milljón ára þróunarsaga

Ræktendur kakótrjáa og framleiðendur súkkulaðis eru engin undantekning á þessu. Kakótré í ræktun eru öll keimlík erfðafræðilegar og því viðkvæm fyrir sömu kvillunum. Komið hefur í ljós að kakótré eiga sér mun lengri þróunarsögu en áður er talið og það þýðir að genamengi villtra kakótrjáa er fjölbreyttara en talið hefur verið.

Í dag er ætlað að fyrstu forfeður kakótrjáa hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um tíu milljónum ára og því áður en Andesfjöll höfðu náð fullri hæð. Slíkt gæti skýrt af hverju villt kakótré hafa þróast og finnast hvort sínum megin fjallanna.

Nýtt bragð af súkkulaði

Vonir eru bundnar við að í villtum kakótrjám finnist gen sem gætu aukið þol ræktaðra kakótrjáa við sjúkdómum og loftslagsbreytingum. Ekki er óhugsandi að í villtum kakótrjám leynist gen sem geta gefið kakódufti og súkkulaði annan keim en við þekkjum í dag.

Skylt efni: kakó | nytjaplöntur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...