Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kalla eftir þátttöku á Terra Madre Nordic
Fréttir 21. júní 2022

Kalla eftir þátttöku á Terra Madre Nordic

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food hreyfingin á Norðurlöndunum mun halda matarhátíðina Terra Madre Nordic 1.–3. september nk. í Stokkhólmi, í samvinnu við Eldrimner, sem eru þarlend samtök smáframleiðenda.

Samtök smáframleiðenda matvæla kalla eftir þátttöku félagsmanna á hátíðinni.

Á Terra Madre Nordic felst dagskráin í málstofum, vinnusmiðjum, smökkunum og uppákomum á svæðinu.

Samhliða þeirri matarhátíð verður keppt í matarhandverki á viðburðinum Nordic Artisan Food Awards, sem er óformleg Norðurlandakeppni.

Terra Madre á Norðurlöndunum ber svipmót alþjóðlegu Terra Madre hátíðarinnar sem haldin er í Tórínó á Ítalíu annað hvert haust. Síðast voru slíkar hátíðir haldnar árið 2018, en féllu niður árið 2020 vegna Covid- 19-faraldursins.

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum smáframleiðenda matvæla stendur Íslendingum til boða að taka þátt í nokkrum viðburðum hátíðarinnar en áhugasömum er bent á að hafa samband við Slow Food á Íslandi fyrir nánari upplýsingar.

Drög að dagskrá

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...