Kanínumánagull til að hreinsa loftið
Það hefur lengi verið vitað að pottaplöntur á heimilum hreinsa loftið af alls kyns óæskilegum lofttegundum. Nýverið splæstu erfðafræðingar geni úr kanínu í mánagull til að auka hreinsunargetu plöntunnar.
Ýmsar misæskilegar og mengandi lofttegundir geta borist inn á heimili okkar. Lofttegundirnar geta borist utan að eða átt uppsprettu sína innandyra vegna eldunar, reykinga, efna sem geymd eru á heimilinu eða komið frá húsgögnum og munum sem geymdir eru á heimilinu.
Ásamt því að lofta út eru pottaplöntur á heimilum besta leiðin til að hreinsa loftið. Þrátt fyrir að pottaplöntur sé afkastamiklar loftsíur má alltaf gott bæta og gera enn betra.
Erfðafræðingum hefur tekist að splæsa geni, CYP2E1, úr kanínu saman við gen mánagulls og aukið þannig getu plöntunnar til að hreinsa loftið.