Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kanínumánagull til að hreinsa loftið
Fréttir 5. febrúar 2019

Kanínumánagull til að hreinsa loftið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Það hefur lengi verið vitað að pottaplöntur á heimilum hreinsa loftið af alls kyns óæskilegum lofttegundum. Nýverið splæstu erfðafræðingar geni úr kanínu í mánagull til að auka hreinsunargetu plöntunnar.

Ýmsar misæskilegar og mengandi lofttegundir geta borist inn á heimili okkar. Lofttegundirnar geta borist utan að eða átt uppsprettu sína innandyra vegna eldunar, reykinga, efna sem geymd eru á heimilinu eða komið frá húsgögnum og munum sem geymdir eru á heimilinu.

Ásamt því að lofta út eru pottaplöntur á heimilum besta leiðin til að hreinsa loftið. Þrátt fyrir að pottaplöntur sé afkastamiklar loftsíur má alltaf gott bæta og gera enn betra.

Erfðafræðingum hefur tekist að splæsa geni, CYP2E1, úr kanínu saman við gen mánagulls og aukið þannig getu plöntunnar til að hreinsa loftið.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...