Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kannar vistfræði Austurdjúps
Fréttir 2. júní 2020

Kannar vistfræði Austurdjúps

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt fyrir skömmu af stað í fjölþjóðlegan leiðangur til að kanna vistfræði Austurdjúps.

Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annarra uppsjávartegunda í Austurdjúpi og á austur- og norðausturmiðum.

Í tilkynning frá Hafrannsókna­stofnun segir að þessu til viðbótar verði ástand vistkerfisins kannað, meðal annars hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður af vinnuhóp á vegum

Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar, taka rannsóknarskip frá Noregi, Færeyjum, Danmörku og Rússlandi þátt í verkefninu.

Leiðangurinn hefur verið farinn árlega síðan 1995 og gefa niðurstöður mikilvæga tímaröð bergmálsmælinga sem notaðar eru við stofnmat og veiðiráðgjöf norsk-íslenska síldarstofnsins innan

Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Leiðangurinn hefur verið farinn árlega síðan 1995 og eru niðurstöður nýttar við gerð stofnmats fyrir norsk-íslenska síld. 

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...