Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Mynd / BBL
Fréttir 19. mars 2019

Kartöfluuppskeran á síðasta ári var sú lélegasta síðan 2013

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt nýjustu tölum Hag­stofu Íslands varð verulegur sam­dráttur í framleiðslu á útiræktuðu grænmeti á Íslandi á síðasta ári. Var kartöfluuppskeran m.a. sú minnsta síðan 2013. Virðist sá samdráttur vera að nokkru í takt við óvenju votviðrasamt tíðarfar. 
 
Á síðasta ári fengust 6.020 tonn af kartöflum upp úr görðum íslenskra bænda. Í kartöfluræktinni hafa einungis þrjú ár frá 1977 verið með minni uppskeru. Það var 2013 þegar uppskeran var 6.000 tonn, árið 1993 þegar uppskeran var 3.913 tonn og 1983, en þá var uppskeran aðeins 3.561 tonn. 
 
Talsvert undir 41 árs meðaltali
 
Á síðustu 42 árum, eða frá 1977, hafa verið framleidd til sölu á Íslandi 433.306 tonn af kartöflum, eða 10.317 tonn að meðaltali á ári. Hefur kartöfluframleiðslan aldrei náð því meðaltali eftir 2010 þegar framleiðslan var 12.460 tonn. 
 
Mest framleiðsla 1994 
 
Mest var kartöfluframleiðslan á þessu tímabili 1994, eða 19.459 tonn í kjölfar mikils hrunárs í framleiðslunni þegar framleiðslan fór eins og áður sagði í  3.561 tonn. Árið þar á undan, eða 1992, var framleiðslan 14.300 tonn svo dýfan fyrir framleiðendur var gríðarleg.
 
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...