Kengúrur eru örvhentar
Skoðun á atferli kengúra sýnir að flestar þeirra kjósa að nota vinstri framliminn þegar þær borða og snyrta sig og má því segja sem svo að kengúrur sé örvhentar.
Könnunin er sú fyrsta sem er gerð á því hvorn framlim dýr, að manninum undaskildum, nota meira. Andstætt við kengúrur er rétthent fólk í meirihluta.
Reyndar sýna óformlegar athuganir að nokkrar tegundir dýra í Ástralíu sem nota framlimina til gangs og verka beiti fremur vinstri framlim til að borða með.
Könnunin hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að úrtak hennar sé alltof lítið og því sé ekkert mark á henni takandi.