Keppa um nafnbótina Kokkur ársins 2018
Undanúrslit keppninnar um Kokk ársins 2018 fóru fram í dag 19. febrúar og hefur dómnefnd valið fimm kokka úr átta manna undanúrslitahópi, til að keppa til úrslita laugardaginn 24. febrúar í Flóa í Hörpu.
Keppnin fór þannig fram að faglærðir kokkar sendu inn uppskriftir af þremur smáréttum úr ýsu, grísakinn og kjúklingaskinni og rófum.
Eftirtaldir átta keppendur kepptu í dag, en þeir þrír síðasttöldu féllu úr keppni.
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu
- Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
- Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
- Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík
Úrslit fara þannig fram að keppendur hafa fimm tíma til að elda þrjá rétti fyrir 12 manns. Kokkur ársins verður krýndur í lok kvölds frammi fyrir fullu húsi veislugesta og hann öðlast þátttökurétt í Nordic Chef-keppninni á næsta ári, sem verður haldin á Íslandi.
Í fyrra var það Hafsteinn Ólafsson á Sumac Grill + Drinks sem bar sigur úr býtum.