Kína afléttir innflutningsbanni á nautakjöti frá fjölda landa
Stjórnvöld í Kína hafa aflétt ríflega 20 ár innflutningsbanni á nautakjöti frá löndum sem urðu illa úti vegna Creutzfeld-Jakob eða Mad Cow Misease sýkinga.
Markaður fyrir nautakjöt í Kína er stór og hefur haldið áfram að vaxa jafnt og þétt undanfarin ár með vaxandi millistétt í landinu. Kína er annar stærsti innflytjandi nautakjöts í heiminum í dag.
Meðal landa sem nú mega flytja nautakjöt til Kína eru Bandaríkin, Kanada, Ungverjaland, Danmörk, Ítalía, Írland og Frakkland.
Bann á innflutningi á nautakjöti til Kína er enn í gildi fyrir Pólland, Þýskaland, Svíþjóð, Portúgal og Spán en öll þessi lönd urði illa úti vegna Creutzfeld-Jakob sýkinga á sínum tíma. Víða var m.a. bannað að nota kjötmjöl til dýraeldis.