Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kína semur við Ísrael um kaup á rannsóknastofuræktuðu kjöti
Fréttir 27. október 2017

Kína semur við Ísrael um kaup á rannsóknastofuræktuðu kjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld í Kína og Ísrael hafa gert með sér samkomulag um að Kínverjar kaupi rannsóknastofuræktað kjöt fyrir 300 milljón Bandaríkjadali, eða rúma 31,5 milljarða íslenskra króna, frá Ísrael.

Margir dýraverndunarsinnar líta á kjöt sem er ræktað á rannsóknarstofu eða þar til gerðri kjötræktarstöð sem gríðarleg framför í dýraverndarmálum þar sem ekki þarf þá lengur að ala gripi til slátrunar.

Kjötrækt til að draga úr eldi

Í yfirlýsingu frá kínverskum stjórnvöldum er hugmyndin að baki samningnum að draga úr búfjáreldi og kjötneyslu í landinu.

Rannsóknastofukjöt, sem stundum er kallað biokjöt, er framleitt á rannsóknastofum með því að framrækta frumur úr dýrum og búa til úr þeim hakk eða steikur. Hörðustu grænmetisætur hafa snúist gegn hugmyndinni vegna þess að kjötið er ræktað úr dýrafrumum en flestir dýraverndunarsinnar fagna henni.

Áhugamenn um kjötrækt segja að samningurinn muni fleyta miklu fé til rannsókna á kjötrækt og opna fyrir nýja markaði fyrir kjötið.

Þrátt fyrir að í dag sé biokjöt ræktað úr lifandi frumum dýra er vonast til að áður en lengt er liðið muni vera hægt að rækta kjötið frá grunni úr gerviefni eða nokkurs konar kjötlíki.

Minni losun kolefna

Meðal þeirra kosta sem kjötrækt er sögð hafa fram yfir hefðbundið búfjáreldi er að ræktin er sögð skila margfalt minna af kolefni út í andrúmsloftið en hefðbundin kjötframleiðsla. Auk þess sem land skilar meiru af sér með ræktun á nytjaplöntum en búfé.

Þrátt fyrir að Kína hafi ekki til þessa talist með umhverfisvænstu löndum í heimi er samningnum því víða fagnað sem spor í rétta átt. Fyrirtækin sem sjá um ræktina heita SuperMeat, Future Meat Technologies og Meat the Future.

Kínverjar, sem eru um 1,4 milljarðar að tölu, flytja inn kjöt fyrir um 10 milljarða Bandaríkjadali, rúman milljarð íslenskra króna, á ári. Þar er því um gríðarlegan markað að ræða þrátt fyrir að stjórnvöld stefni að því að minnka kjötneyslu í landinu um 50%.

Í dag er áætlað að 14,5% af kolefni sem berst í andrúmsloftið á ári sé tilkomið vegna búfjáreldis til kjötframleiðslu. Aukin neysla á ræktuðu kjöti gæti því verulega dregið úr losun kolefnis út í andrúmsloftið og dregið úr hækkun lofthita í heiminum og afleiðingum hans. 

Skylt efni: Kína | Ísrael | kjötrækt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...