Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tvö af þeim þremur sem standa að verkefninu Kynnum kindina; Magnea Jónasdóttir og Arnþór Ævarsson á milli þeirra Guðjóns Þorkelssonar, formanns dómnefndar og Evu Margréti Jónudóttur, verkefnisstjóra Lambaþons hjá Matís.
Tvö af þeim þremur sem standa að verkefninu Kynnum kindina; Magnea Jónasdóttir og Arnþór Ævarsson á milli þeirra Guðjóns Þorkelssonar, formanns dómnefndar og Evu Margréti Jónudóttur, verkefnisstjóra Lambaþons hjá Matís.
Mynd / Kristín Edda Guðmundsdóttir
Fréttir 13. nóvember 2018

Kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn

Höfundur: smh

Hugmyndasamkeppnin Lambaþon stóð yfir dagana 9.–10. nóvember. Keppt var um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Vinningshugmyndin ber heitið Kynnum kindina, sem gengur út á að kynna kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og gefa ferðamönnum kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf til sveita sem tengjast sauðfé.

Sigurliðið skipuðu Arnþór Ævarsson, Magnea Jónasdóttir og Kári Gunnarsson og hlutu þau 200 þúsund í verðlaun.

Bændur setja inn upplýsingar á matarlandslagid.is

Að sögn Evu Margréti Jónudóttur, sem er verkefnastjóri fyrir Lambaþon, hefur verkefnið Kynnum kindina fengið enska heitið Sheepadvisor og er hugmyndin að það verði tengt vefnum matarlandslagid.is. „Á svokölluðu dreifnikorti verður hægt að sjá hvaða bæir eru tengdir verkefninu og upplýsingum komið á framfæri um hvar sé hægt að bragða á réttum úr íslensku sauðkindinni, hvar vörur úr íslenskri ull eru seldar og hvar viðburðir tengdir sauðfjárrækt eru á döfinni. Þeir bændur sem hefðu áhuga á að tengja sig við Sheepadvisor ættu að geta sett inn rafrænt hvað er í boði, hvort sem það eru vörur eða þjónusta. Þeir ættu einnig að geta merkt inn hvenær hvað er í boði. Þannig geta þeir í rauninni ráðið vinnutímanum í ferðaþjónustunni geta þá merkt „unavailable“ ef þeir hafa ekki tíma til þess að sinna ferðaþjónustunni á tilteknum tíma. Þarna gætu þeir skipulagt stærri viðburði og þannig boðið ferðamönnum með í göngur, réttir, rúning og allt hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Eva Margrét.

Jöfn keppni sex liða

Sex lið kepptu og var keppnin jöfn þar sem hugmyndaauðgi einkenndi verkefnin. Mörg þeirra verða í áframhaldandi þróun.

Að atburðinum stóðu Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst, Landgræðslan, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda, Samtök ungra bænda, Háskóli Íslands og Icelandic Lamb. Dómnefnd skipuðu Guðjón Þorkelsson, sem var formaður, Arnar Bjarnason, Bryndís Geirsdóttir, Gunnfríður Hreiðarsdóttir og Ragnheiður Héðinsdóttir.

Auglýst var eftir fjórum til átta manna liðum til þátttöku. Hugmyndir voru metnar af dómnefnd samkvæmt eftirfarandi atriðum:

  • Hversu mikið eykst verðmætasköpun bónda sem hrindir hugmyndinni í framkvæmd. Hversu mikið ávinnst fyrir neytendur.
  • Felur hugmyndin í sér uppbyggjandi tillögur um starfsumhverfi bænda?
  • Felur hugmyndin í sér jákvæð umhverfisáhrif?
  • Felur hugmyndin í sér þróun nýrra  vara eða þjónustu? Hugmyndir um markaðssetningu!
  • Slær hjarta liðsins með hugmyndinni? Efnafræðin, orkan og framsetning!
  • Hugmyndir mátti setja fram á hvaða formi sem er og voru þær meðal annars metnar út frá því hve auðvelt er að miðla þeim til bænda og almennings á Íslandi.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...