Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Fréttir 5. maí 2015

Kjarnafæði óskar eftir að kaupa öll hlutabéf í Norðlenska

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta eru bara þreifingar enn sem komið er,“ segir Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, en fyrirtækið hefur sent Búsæld, eigendafélagi Norðlenska erindi þess efnis að það vilji kaupa öll hlutabréf í félaginu.
 
Gunnlaugur segir að ósk um kaup á hlutabéfum hafi verið sent til Búsældar, en af og til á undanförnum árum hafi sameining á þessum félögum verið til skoðunar þó enn hafi það ekki gengið eftir. „Staðan innan greinarinnar er erfið, líkt og oft áður.  Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að verði að skoða af alvöru,“ segir hann.  Í þeirri stöðu sem uppi er innan kjötvinnslunnar beri fyrst að sækja í hagræði innan greinarinnar, svo efla megi hana og styrkja til sóknar.  Hvort af sameiningu fyrirtækjanna tveggja verði segir Gunnlaugur ekki vitað á þessari stundu.
 
Hluthafar í Norðlenska eru ríflega 520 talsins og eiga með sér eignarhaldsfélagið Búsæld, einkum er um að ræða bændur, kjötframleiðendur í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi. 

Skylt efni: Kjarnafæði | Norðlenska

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...