Kjötframleiðsla eykst
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var kjötframleiðsla í september 2022 alls 2,6% meiri en í september á síðasta ári.
Kindakjötsframleiðslan var 4% meiri og nautakjötsframleiðslan 3% meiri en í fyrra. Framleiðsla á alifuglakjöti var 5% minni en í september 2021 en svínakjötsframleiðslan 1% meiri.
Útungun alifugla til kjötframleiðslu var 9% meiri en í september í fyrra.
Tölur Hagstofunnar sýna að framleiðsla á lambakjöti hefur dregist verulega saman frá því á níunda áratug síðustu aldar. Framleiðsla á nauta-, svína- og alifuglakjöti hefur aftur á móti aukist talsvert og sýnu mest á alifuglakjöti. Framleiðsla á hrossakjöti hefur nánast haldist óbreytt.