Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjötframleiðsla íslenskra bænda er í góðum takti við fjölgun landsmanna
Mynd / Bbl
Fréttir 10. febrúar 2022

Kjötframleiðsla íslenskra bænda er í góðum takti við fjölgun landsmanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Heildarkjötframleiðsla íslenskra bænda á síðasta ári var tæp 31.012 tonn, sem var um 0,3% sam­­dráttur á milli ára. Þetta var samt rúmlega 4.090 tonnum meiri kjöt­­framleiðsla en á árinu 2010, sem er um 15,2% aukning. Virðist fram­leiðsluaukningin haldast ótrúlega vel í hendur við íbúa­fjölgun á sama tíma, sem nam  rúmlega 16,1%, eða um 51.162 tonn.

Kjötframleiðsla íslenskra bænda á árinu 2010 var um 26.923 tonn og mest var þá framleitt af kinda­kjöti, eða um 9.166 tonn. Alifugla­kjötsframleiðslan var þá í öðru sæti með 6.904 tonn.

Mest var hins vegar framleitt af kindakjöti á árinu 2017, eða tæp 10.620 tonn, en þá var framleiðslan á alifuglakjötinu komin í um 6.970 tonn samkvæmt tölum úr mælaborði landbúnaðarins.

Alifuglakjötsframleiðslan er að ná kindakjötinu 

Á síðasta ári var heildar­fram­leið­sl­an eins og fyrr segir tæp 31.012  tonn og af því var kinda­kjötsframleiðslan 9.395 tonn. Kindakjötsframleiðslan hefur dregist saman en þessi grein var samt enn  með vinninginn á árinu 2021 í rúmum 9.490 tonnum. Alifuglakjötsframleiðslan var þá með um 9.244 tonn og var að rétta úr sér eftir 500 tonna samdrátt á Covid-árinu 2020. Það verður því fróðlegt að sjá hvort framleiðslan á alifuglakjöti fari í fyrsta sinn í sögunni fram úr kindakjötsframleiðslunni á árinu 2022, en salan á alifuglakjötinu sigldi fram úr kindakjötinu þegar árið 2007.

Samdráttur í öllum kjötgreinum nema nautgripakjötsframleiðslu

Samdráttur var í framleiðslu á öllum kjöttegundum á síðasta ári nema á nautgripakjöti. Stöðugleiki hefur einkennt nautgripakjötsframleiðsluna undanfarin ár. Á árinu 2010 voru framleidd 3.895 tonn af nautgripakjöti en undanfarin fimm ár hefur framleiðslan verið yfir 4.600 tonn. Þá fór framleiðslan á nautgripakjötinu í 4.965 tonn á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. 

Í svínakjötsframleiðslunni hefur verið jafn hóflegur stígandi allar götur síðan 2010 þegar hún nam tæpum 6.158 tonnum. Á árinu 2020 var hún komin í tæp 6.813 tonn en gaf aðeins eftir á síðasta ári þegar fram­leiðslan á ísl­ensku svína­kjöti var 6.575.

Kjötsalan heldur í við íbúafjölgun líkt og framleiðslan

Þegar litið er á sölu á íslensku kjöti hefur hún líka aukist um svipað magn og framleiðslan, eða um 4.039 tonn frá 2010, sem er um 16,8% aukning. Það stemmir vel við hlutfallsfjölgun íbúa landsins.

Þannig var heildarsala innan­lands á íslensku kjöti um 23.947 tonn á árinu 2010, en var 27.986 tonn á árinu 2021. Kjötsalan var mest árið 2019 þegar ferðamanna­straumurinn til landsins var í hámarki. Þá nam salan um 28.977 tonnum, en var tæp 27.986 tonn á síðasta ári.

Líklegt er að sala á íslensku kjöti til ferðamanna hafi einkum skilað sér í aukinni sölu á alifugla­kjöti. Þá gætu ferðamenn einnig hafa spilað mikilvæga rullu í að taka kúfinn af þeirri framleiðslu- og söluaukningu sem var umfram íbúafjölgun á árunum fram til 2020. Í því ljósi horfa íslenskir bændur trúlega á það sem ný tækifæri til sóknar þegar erlendir ferðamenn fara að sýna aukinn áhuga á ný á ferðalögum til Íslands.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...