Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi
Mynd / BGK
Fréttir 10. mars 2021

Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Franska ríkisstjórnin segir að borgarstjórinn í Lyon í Frakklandi, Grégory Doucet, móðgi franska slátrara og skaði heilsu barna með því að hafa kjötlausar skólamáltíðir í bænum. Landbúnaðarráðherra landsins, Julien Denormandie, er ómyrkur í máli eftir ákvörðunina og segir að binda verði enda á að setja hugmyndafræði á borð fyrir börnin, þau þurfi að fá sitt til að vaxa.

Innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, er einnig ósammála þessari stefnubreytingu og segir að mötuneyti í skólum sé í raun eini staðurinn fyrir mörg börn þar sem þau geta fengið kjöt og að ákvörðun bæjarstjórans í Lyon sé móðgun við franska bændur og slátrara.

Borgarstjórinn í Lyon, Doucet, vísar ásökununum á bug og segir að kórónuveirufaraldurinn og þörfin á að halda fjarlægð hafi gert það að verkum að ákvörðun um að hafa einfaldar máltíðir án kjöts sem allir gætu borðað hafi verið tekin. Hann bendir einnig á að matseðillinn innihaldi bæði fisk og vörur úr eggjum þannig að næringarinnihaldið sé enn gott fyrir börnin. Borgarstjórinn hefur áður vakið athygli fyrir ummæli sín og athafnir en hann fullyrti fyrir nokkrum árum að hjólreiðakeppnin Tour de France væri karlmannlegur og mengandi íþróttaviðburður sem ætti ekki heima í Lyon fyrr en forsvarsmenn hennar tækju ábyrgð á umhverfinu.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...