Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi
Mynd / BGK
Fréttir 10. mars 2021

Kjötlausar skólamáltíðir valda usla í Frakklandi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Franska ríkisstjórnin segir að borgarstjórinn í Lyon í Frakklandi, Grégory Doucet, móðgi franska slátrara og skaði heilsu barna með því að hafa kjötlausar skólamáltíðir í bænum. Landbúnaðarráðherra landsins, Julien Denormandie, er ómyrkur í máli eftir ákvörðunina og segir að binda verði enda á að setja hugmyndafræði á borð fyrir börnin, þau þurfi að fá sitt til að vaxa.

Innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, er einnig ósammála þessari stefnubreytingu og segir að mötuneyti í skólum sé í raun eini staðurinn fyrir mörg börn þar sem þau geta fengið kjöt og að ákvörðun bæjarstjórans í Lyon sé móðgun við franska bændur og slátrara.

Borgarstjórinn í Lyon, Doucet, vísar ásökununum á bug og segir að kórónuveirufaraldurinn og þörfin á að halda fjarlægð hafi gert það að verkum að ákvörðun um að hafa einfaldar máltíðir án kjöts sem allir gætu borðað hafi verið tekin. Hann bendir einnig á að matseðillinn innihaldi bæði fisk og vörur úr eggjum þannig að næringarinnihaldið sé enn gott fyrir börnin. Borgarstjórinn hefur áður vakið athygli fyrir ummæli sín og athafnir en hann fullyrti fyrir nokkrum árum að hjólreiðakeppnin Tour de France væri karlmannlegur og mengandi íþróttaviðburður sem ætti ekki heima í Lyon fyrr en forsvarsmenn hennar tækju ábyrgð á umhverfinu.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...