Kjötsúpudeginum fagnað á Skólavörðustígnum fyrsta vetrardag
Kjötsúpudagurinn verður haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum í 19. skipti, næstkomandi laugardag. Verslunar- og veitingamenn bjóða upp á ýmsar útgáfur af þessum þjóðlega rétti, í samstarfi við bændur. Um leið er fyrsta vetrardegi fagnað.
Kjötsúpudagurinn hefst formlega klukkan 13.00 og verða ókeypis í boði fyrir gesti og gangandi.
Kjötsúpudagurinn var upprunalega haldinn árið 2002 en hugmyndina eiga þeir Ófeigur Björnsson í Ófeigi gullsmiðju og Jóhann Jónsson í Ostabúðinni.
Fyrsti vetrardagur varð fyrir valinu þar sem móðir Ófeigs hafði alltaf gert kjötsúpu þann dag. Árlega koma um tíu þúsund manns á Skólavörðustíginn til að halda upp á daginn og myndast langar raðir upp alla götuna.