Kjötvinnsla B. Jensen hækkar verð á nautgripakjöti til bænda
Ný verðskrá fyrir nautgripakjöt mun taka gildi hjá kjötvinnslu B. Jensen 1. febrúar næstkomandi. Heilt yfir hækka allir flokkar hjá B. Jensen, utan bolakjöts N sem helst óbreytt.
Mest hækkar kýrkjöt K eða um 10-12% að jafnaði meðan aðrir flokkar hækka minna. Í desember sl. aðlagaði B. Jensen verðskránna sína skv. tilkynningu frá fyrirtækinu að eftirspurn á markaði eftir t.d. dýrari bitum. Þá var hún dregin í sundur, þar sem lökustu bitarnir voru lækkaðir og þeir bestu hækkaðir.
Hækkanirnar eru sem hér segir
- UN <250 kg = 1,2% – 1,9% hækkun
- UN >250 Kg = -1,2% – 1,6% hækkun
- KU <200 kg = -4% – 6% hækkun
- KU >200 kg = 4% – 6% hækkun
- K <200 kg = 9 – 14% hækkun
- K >200 kg = 9% – 12%% hækkun
Hækkanirnar eru heilt yfir alla flokka utan bolakjöts. Búið er að uppfæra núgildandi verðskrár sláturleyfishafa á naut.is. Hægt er að nálgast þær undir Markaðsmál & verðlistar á forsíðu naut.is eða með því að smella hér.