Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Fréttir 26. apríl 2018

Kjúklingafjaðrir vannýtt auðlind

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjúklingafjaðrir hafa fram til þessa  verið urðaðar hér á landi. Landsáætlun gerir ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi verði komin niður fyrir 35% af núverandi heildarmagni þann 1. júlí 2020.

Erlendis er þekkt að endurvinna kjúklingafjaðrir í próteinmjöl með ýmsum aðferðum en sú þekking hefur ekki verið yfirfærð í innlenda framleiðslu. Uppi eru áætlanir um að vinna próteinríkt mjöl sem hentar til fóðurgerðar úr íslenskum kjúklingafjöðrum.

Próteinríkt fjaðurmjöl

Til stendur að gera tilraunir til vinnslu á kjúklingafjöðrum, í samstarfi við Reykjagarð, þar sem próteinið verður brotið niður í smærri einingar. Hægt er að nota fjaðurmjöl í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fisk.

Á heimasíðu Matís segir að markmiðið með verkefninu sé að breyta vannýttri afurð, hráefni sem kostnaður hlýst af við að urða, í verðmætt, próteinríkt mjöl sem nýtist í fóðurgerð. Á sama tíma að minnka umhverfisáhrif íslensks iðnaðar og auka nýtingu í kjúklingaframleiðslu. Verkefnið er einnig viðleitni í að verða við markmiðum landsáætlunar sem miða að því að urðun lífræns úrgangs verði umtalsvert minni árið 2020.

2000 tonn af kjúklingafjöðrum

Ætlað er að rúm 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðuð árlega hér á landi. Fram til þessa hafa ekki verið þróaðar hagkvæmar vinnsluaðferðir fyrir fjaðrir. Með verkefninu verður lagður grunnur að hagkvæmri nýtingu staðbundinna hráefna og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum íslenskrar matvælaframleiðslu.

Verkefnið er styrkt af Framleiðni­sjóði landbúnaðarins.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...