Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Fréttir 26. apríl 2018

Kjúklingafjaðrir vannýtt auðlind

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjúklingafjaðrir hafa fram til þessa  verið urðaðar hér á landi. Landsáætlun gerir ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi verði komin niður fyrir 35% af núverandi heildarmagni þann 1. júlí 2020.

Erlendis er þekkt að endurvinna kjúklingafjaðrir í próteinmjöl með ýmsum aðferðum en sú þekking hefur ekki verið yfirfærð í innlenda framleiðslu. Uppi eru áætlanir um að vinna próteinríkt mjöl sem hentar til fóðurgerðar úr íslenskum kjúklingafjöðrum.

Próteinríkt fjaðurmjöl

Til stendur að gera tilraunir til vinnslu á kjúklingafjöðrum, í samstarfi við Reykjagarð, þar sem próteinið verður brotið niður í smærri einingar. Hægt er að nota fjaðurmjöl í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fisk.

Á heimasíðu Matís segir að markmiðið með verkefninu sé að breyta vannýttri afurð, hráefni sem kostnaður hlýst af við að urða, í verðmætt, próteinríkt mjöl sem nýtist í fóðurgerð. Á sama tíma að minnka umhverfisáhrif íslensks iðnaðar og auka nýtingu í kjúklingaframleiðslu. Verkefnið er einnig viðleitni í að verða við markmiðum landsáætlunar sem miða að því að urðun lífræns úrgangs verði umtalsvert minni árið 2020.

2000 tonn af kjúklingafjöðrum

Ætlað er að rúm 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðuð árlega hér á landi. Fram til þessa hafa ekki verið þróaðar hagkvæmar vinnsluaðferðir fyrir fjaðrir. Með verkefninu verður lagður grunnur að hagkvæmri nýtingu staðbundinna hráefna og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum íslenskrar matvælaframleiðslu.

Verkefnið er styrkt af Framleiðni­sjóði landbúnaðarins.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...