Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Matís, fjaðrir, kjúkllingar
Fréttir 26. apríl 2018

Kjúklingafjaðrir vannýtt auðlind

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kjúklingafjaðrir hafa fram til þessa  verið urðaðar hér á landi. Landsáætlun gerir ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi verði komin niður fyrir 35% af núverandi heildarmagni þann 1. júlí 2020.

Erlendis er þekkt að endurvinna kjúklingafjaðrir í próteinmjöl með ýmsum aðferðum en sú þekking hefur ekki verið yfirfærð í innlenda framleiðslu. Uppi eru áætlanir um að vinna próteinríkt mjöl sem hentar til fóðurgerðar úr íslenskum kjúklingafjöðrum.

Próteinríkt fjaðurmjöl

Til stendur að gera tilraunir til vinnslu á kjúklingafjöðrum, í samstarfi við Reykjagarð, þar sem próteinið verður brotið niður í smærri einingar. Hægt er að nota fjaðurmjöl í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fisk.

Á heimasíðu Matís segir að markmiðið með verkefninu sé að breyta vannýttri afurð, hráefni sem kostnaður hlýst af við að urða, í verðmætt, próteinríkt mjöl sem nýtist í fóðurgerð. Á sama tíma að minnka umhverfisáhrif íslensks iðnaðar og auka nýtingu í kjúklingaframleiðslu. Verkefnið er einnig viðleitni í að verða við markmiðum landsáætlunar sem miða að því að urðun lífræns úrgangs verði umtalsvert minni árið 2020.

2000 tonn af kjúklingafjöðrum

Ætlað er að rúm 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðuð árlega hér á landi. Fram til þessa hafa ekki verið þróaðar hagkvæmar vinnsluaðferðir fyrir fjaðrir. Með verkefninu verður lagður grunnur að hagkvæmri nýtingu staðbundinna hráefna og dregið úr neikvæðum umhverfisáhrifum íslenskrar matvælaframleiðslu.

Verkefnið er styrkt af Framleiðni­sjóði landbúnaðarins.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...