Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sagan segir að tréð á myndinni hafi verið fellt árið 1890 vegna veðmáls sem var gert á fylliríi og snerist um það hvort hægt væri að koma 40 manns eða fleiri fyrir á stofni þess.
Sagan segir að tréð á myndinni hafi verið fellt árið 1890 vegna veðmáls sem var gert á fylliríi og snerist um það hvort hægt væri að koma 40 manns eða fleiri fyrir á stofni þess.
Fréttir 25. janúar 2019

Klóna forna rauðaviði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Erfðafræðingum hefur tekist að klóna og rækta græðlinga úr stubbum elstu og stærstu rauðaviðartrjánum sem er að finna Oregon-ríki í Bandaríkjunum Norður-Ameríku.

Samkvæmt frétt sem fréttaritari Bændablaðsins í San Francisco sendi fyrir skömmu hefur hópi plöntuerfðafræðinga, garðyrkjumanna og skógfræðinga tekist að klóna og rækta græðlinga af stubbum rauðaviðartrjáa, Sequoia sempervirens, sem voru felld á síðustu og þarsíðustu öld.

Trén fimm sem verið er að klóna og rækta voru sum hver um 3.000 ára gömul og rúmir 90 metrar að hæð og tíu metrar að þvermáli þegar þau voru felld.

Trén sem búið er að klóna voru valin með tilliti til stærðar og aldurs þeirra. Skógarhöggsmenn fyrr á tímum völdu yfirleitt stærstu og fallegustu trén til að fella þar sem þeir fengu mest fyrir þau. Á sama tíma var oft og tíðum verið að fella trén með besta erfðaefnið og eftir stóðu lakari einstaklingar.

Erfðaefnið sem notað var til að klóna trén fannst í lifandi vef í rótum trjánna og einstaka sinnum í lifandi rótarskotum eða greinum sem trén höfðu sent frá sér eftir að þau voru felld.

Auk þess sem erfðaefni til klónunar var tekið úr rauðaviðartré sem kallast General Sherman og er eitt af allra stærstu trjám í heimi í dag.

Búið er að gróðursetja 75 slíka græðlinga í Presidio þjóðgarðinum skammt frá San Francisco-borg þar sem þeir dafna vel. Eitt hundrað græðlingum hefur líka verið plantað í Cornwall á Bretlandseyjum í samvinnu við Eden-plöntugarðinn. Á næstu misserum stendur til að gróðursetja rauðaviðargræðlinga í að minnsta kosti níu öðrum löndum.

Trén sem um ræðir geta vaxið um allt að þrjá metra á ári og binda gríðarlega mikinn koltvísýring úr andrúmsloftinu á líftíma sínum.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...