Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kókaín til að hylma yfir skógarhögg
Fréttir 14. október 2015

Kókaín til að hylma yfir skógarhögg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögregluyfirvöld í Brasilíu rannsaka mál sem bendir til stórfellds svindls sem tengist ólöglegu skógarhöggi í norðanverðu landinu.

Á fjórða tug manna sem stunda verslun með skógarafurðir, eigendur sögunarmyllna og flutningafyrirtækja hafa verið handteknir undanfarnar vikur og yfirheyrðir vegna málsins. Talið er að mennirnir hafi falsað tölur í skýrslum um skógarhögg og verslunar með timbur og dregið verulega úr umfanginu.

Hinir handteknu eru sagðir tengjast skipulögðum glæpasamtökum sem árum saman hafa falsað tölur um skógarhögg og stundað það sem kalla má umhverfisþvætti. Áætlað er að verslun með timbur þessa aðila hafi verið ríflega hundrað þúsund rúmmetrum meiri á mánuði árum saman en gefið hafi verið upp.

Ólöglega skógarhöggið sem um ræðir átti sér að mestu stað á svæðum sem eru friðuð eða sem búsvæði indíána en grunsemdir um málið komu upp í tengslum við símahleranir varðandi verslun með eiturlyf á svæðinu. Við nánari athugun kom í ljós að eiturlyfjasmyglinu var ætlað að draga athyglina frá skógarhögginu.

Brasilía flytur út gríðarlegt magn af harðviði til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem hann er unninn í gólfborð og til húsgagnaframleiðslu. 

Skylt efni: skógaeyðing | Brasilía | eiturlyf

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...