Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Íslenska kokkalandsliðið fagnar gullverðlaununum.
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 26. nóvember 2018

Kokkalandsliðið vann til gullverðlauna á HM með þorsk, lamb og skyr

Höfundur: smh

Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu var haldin í Lúxemborg um helgina og var íslenska kokkalandsliðið þar meðal þátttakenda. Í gær var tilkynnt um að íslenska landsliðið hefði unnið til gullverðlauna, en þau er til marks um fjölda stiga sem liðið vinnur sér inn. Mest er hægt að ná í 100 stig, en þau lið sem fá 91 til 100 stig hljóta gullverðlaun.

Sirloin lambasteik og meðlæti. Mynd / Kokkalandsliðið

Gullverðlaunin fengust fyrir heitu réttina þar sem útbúinn var þriggja rétta matseðill með forrétti, aðalrétti og eftirrétti og eldað frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Kokkalandsliðið vann með alíslenskar áherslur í gegnum keppnina og lögð var mikil áhersla á sérvalið sígilt íslenskt hráefni þar sem íslenskur þorskur, íslenskt lamb og Ísey skyr var í aðalhlutverki.

Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að enginn fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli. Heildarstigin verða kynnt síðar í vikunni og endanleg röð liða.

Landsliðið hefur verið í fremstu röð síðastliðin 30 ár, en heimsmeistaramótið er haldið á fjögurra ára fresti. Á síðasta heimsmeistaramóti náði liðið 5. sæti. 

Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo frá Hótel Sögu sá meðal annarra um eftirréttinn. Mynd / Kokkalandsliðið

 

 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...