Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skjámynd af frumgerð útlits Matarlandslagsins. Verkefnið er í vinnslu og útlitið á því eftir að breytast töluvert.
Skjámynd af frumgerð útlits Matarlandslagsins. Verkefnið er í vinnslu og útlitið á því eftir að breytast töluvert.
Mynd / Matís
Fréttir 14. febrúar 2018

Kortlagning matarlandslagsins

Höfundur: smh

Matís vinnur nú að verkefni sem felst í kortlagningu á matarlandslagi Íslands á veflægu formi. Í því felst að unnin er heildarskrá yfir frumframleiðslu á Íslandi og mun kallast Matarlandslagið á íslensku en EatIceland á ensku. Skráin mun sýna fjölda frumframleiðenda og dreifingu þeirra um landið myndrænt á vefnum og hægt verður að flokka þá eftir ýmsum breytum og skoða frekari upplýsingar um hvern þeirra.

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna

Rakel Halldórsdóttir.

Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, segir að verkefnið eigi rætur í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni fyrir öll ríki jarðar fyrir 2030. „Ofnýting auðlinda jarðar er eitt af stóru heimsmálunum í dag, sem menn átta sig nú á að er afar áríðandi að bregðast hratt og víðtækt við.

Sameinuðu þjóðirnar settu þessi heimsmarkmið sem eiga að tryggja framtíð jarðar, lífs og mannkyns á jörðu. Okkar hlutverk á Íslandi er að vinna að sjálfbærnimarkmiðunum frá þeim grunni sem við höfum hér á landi. Í því samhengi er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því hvað stuðlar að sjálfbærni okkar og hvernig við sjálf viðhöldum, tryggjum og stuðlum að framþróun þessarar sjálfbærni í sátt við náttúruna.

Frumframleiðsla þjóða er grunnur sjálfbærni þeirra, en frumframleiðendur eru allir þeir sem tryggja okkur sjálfbærni með matarafurðum sem koma beint úr auðlindum okkar, lands og sjávar. Ísland er eyja og samfélag okkar ekki ýkja stórt, sem gerir okkur auðvelt fyrir þegar kemur að skrásetningu frumframleiðslu í landinu. Við hjá Matís höfum undanfarið unnið að gerð heildarskrár yfir frumframleiðslu á Íslandi, sem koma mun út á veflægu formi vonandi í vor,“ segir Rakel.

Myndræn og nútímaleg framsetning

„Þessari heildarskrá er ætlað að gefa heildarsýn yfir frumframleiðslu okkar og vera grunnur upplýsinga; meðal annars með tilliti til framþróunar og stefnumótunar í ljósi sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna fyrir þjóðir jarðar og Parísarsamkomulagsins. Hún mun einnig þjóna nýsköpun, framþróun og markaðsþróun í matvælaframleiðslu á Íslandi,“ segir Rakel enn fremur.

Skráin verður, að sögn Rakelar, myndræn og nútímaleg í framsetningu sem nýtist vel þegar skoðuð er heildarmynd matvælaframleiðslunnar. Það gagnist svo þegar hugað er að byggðasjónarmiðum og bættri markaðssetningu íslenskra landbúnaðarafurða. Mikilvægt sé að bregðast við væntingum samfélaga á landsbyggðinni og ferðamanna um aukið aðgengi að upplýsingum um sérkenni landsvæða hvað varðar menningu og matarhefðir. „Með skránni verður neytendum einnig gert kleift að miða neyslu sína að því að minnka neikvæð neyslutengd umhverfisáhrif, svo sem minnka kolefnissporið, taka smáskref gegn hlýnun jarðar og stuðla að vistvænna samfélagi og sjálfbærni,“ segir Rakel. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...