Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Kortlagning ræktunarlands
Mynd / ghp
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 15 ára verði lögð fyrir Alþingi nú í desember.

Á grundvelli hennar mun allt ræktunarland sem hentar vel til matvælaframleiðslu verða kortlagt, sem sveitarfélögum ber að taka mið af í skipulagi sínu og standa vörð um. Vonir standa til að stefnan verði samþykkt fyrir næsta vor.

Í endurskoðaðri lands­skipulags­stefnu, sem nú verður lögð fyrir Alþingi, eru áherslur mjög sambærilegar gildandi stefnu hvað varðar vernd landbúnaðarlands en er þó gert enn hærra undir höfði.

Nýrri stofnun, Landi og skógi, sem formlega verður til um næstu áramót með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar, verður falið að kortleggja allt ræktunarland sem hentar til matvælaframleiðslu í samstarfi við Skipulagsstofnun. Markmiðið er að standa vörð um gott ræktunarland til að tryggja fæðuöryggi.

Með þessari vinnu er ætlunin að stuðla að því að landsþekjandi upplýsingar liggi fyrir sem verða undirstaða fyrir skipulagsgerð sveitarfélaganna.

Gert er ráð fyrir að vinnan standi yfir á árunum 2024 til 2025 og að sá gagnagrunnur sem verður til sé uppfærður jafnt og þétt eftir því sem upplýsingar verði betri. /smh

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20-22 í nýútkomnu Bændablaði.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...