Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íslandspóstur ber fyrir sig aukinn kostnað við dreifingu í sveitir landsins og hækkar burðargjöld Bændablaðsins um 90%.
Íslandspóstur ber fyrir sig aukinn kostnað við dreifingu í sveitir landsins og hækkar burðargjöld Bændablaðsins um 90%.
Fréttir 12. ágúst 2021

Kostnaður við dreifingu Bændablaðsins á lögbýli eykst um 90%

Íslandspóstur hefur einhliða tilkynnt útgefanda Bændablaðsins verð- og skilmálabreytingar sem taka gildi næstu mánaðamót.

Þær fela í sér hækkun á dreifingarkostnaði Bændablaðsins á lögbýli um tæplega 90%. Útgefandi blaðsins hefur mótmælt breytingunum og fundað með forráðamönnum Íslandspósts. Fyrirtækið þvertekur fyrir að draga áform um hækkanir til baka. Bændur hafa óskað eftir fundi með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með málefni póstdreifingar í landinu. 

5 milljóna króna hækkun á ári

Bændablaðið hefur frá stofnun þess verið borið út til allra bænda landsins og hefur Íslandspóstur annast það verk. Um er að ræða svokallaða fjöldreifingu á lögbýli þar sem pósturinn fer ómerktur til bænda. Í sumarbyrjun var útgefanda greint frá því að frá og með 31. ágúst yrði viðskiptaskilmálum breytt og allir afslættir á fjölpósti felldir niður.

Um er að ræða dreifingu á um 5.400 eintökum Bændablaðsins en þjónusta Íslandspósts hefur hingað til kostað um 220 þúsund krónur fyrir hvert tölublað. Eftir verðbreytingar mun áætlaður kostnaður nema 415 þúsund krónum í hvert skipti sem blaðið kemur út. Tímariti Bændablaðsins er dreift með sama hætti og hækkar sömuleiðis dreifingarkostnaður þess umtalsvert. Alls koma út 24 tölublöð af Bændablaðinu á ári. Samtals þýðir skilmála- og verðbreyting Íslandspósts um 5 milljóna króna hækkun á dreifingarkostnaði Bændablaðsins á ársgrundvelli.

Íslandspóstur situr fast við sinn keip 

Bændasamtökin, sem útgefandi Bændablaðsins, báðu strax um fund með Íslandspósti þar sem farið var yfir málin og óskað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Fundurinn var haldinn um miðjan júní en í júlíbyrjun barst skriflegt svar frá forstöðumanni söludeildar Íslandspósts þar sem sagði að ákvörðun um nýja verðskrá yrði ekki breytt og hún tæki gildi 1. september. Í rökstuðningi Íslandspósts fyrir hækkuninni segir að hún sé til komin vegna „aukins kostnaðar og fækkunar dreifingardaga“.

Óskað eftir fundi með ráðherra 

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að samtökin hafi í júlí óskað eftir fundi með Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með málefni póstdreifingar í landinu. Sá fundur stóð yfir þegar blaðið fór í prentun.

„Við viljum fá frekari skýringar á þessari gríðarlegu hækkun og vonumst til þess að málið leysist farsællega svo lesendur verði ekki fyrir skertri þjónustu hjá þessu mest lesna blaði á landsbyggðinni,“ segir Vigdís Häsler.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...