Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurjón Andrésson.
Sigurjón Andrésson.
Fréttir 5. júlí 2022

Kraftur og sjálfsbjargarviðleitni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og hóf störf þann 1. júlí.

Hann hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.

„Eins og gefur að skilja stend ég auðmjúkur frammi fyrir því trausti sem mér er sýnt með því að vera ráðinn í þetta starf. Ég hlakka til að flytja á Höfn og starfið leggst mjög vel í mig. Ég er geysilega spenntur fyrir nýjum áskorunum. Það eru metnaðarfull markmið sem koma fram í nýjum málefnasamningi og ég veit að það eru mikil tækifæri fram undan hjá sveitarfélaginu.

Fyrir utan það að kynnast nýjum vinnustað, rekstrinum og samfélaginu betur, þá munum við fara strax í að brjóta nýjan málefnasamning upp og forgangsraða verkefnum. Það verður mikilvægt að gera hlutina í réttri röð á næstu misserum og á hraða sem sveitarfélagið ræður við.

Það er af nægu að taka hvað varðar stór og mikilvæg verkefni hjá okkur á næstu misserum. Eitt af þeim verkefnum er að taka á móti höfuðstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs til Hornafjarðar. Flutningurinn er rökrétt og góð ákvörðun hjá núverandi stjórnvöldum og skiptir okkur sem búum og störfum í mestu nábýli við jökulinn miklu máli.

Styrkleikar sveitarfélagsins Hornafjarðar eru íbúarnir. Samfélagið einkennist af krafti og sjálfsbjargarviðleitni. Fólk hefur alla tíð þurft að bjarga sér sjálft og það býr í fólki mikið frumkvæði til einmitt þess. Öflugt atvinnulíf til sjávar og sveita ásamt blómlegu mannlífi hefur ekki komið að sjálfu sér og við horfum björtum augum til framtíðar og þeirra verkefna sem bíða okkar.

Okkar áskoranir felast meðal annars í að styrkja innviði og efla grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Við viljum eiga lifandi samtal við íbúa og munum stórefla upplýsingagjöf til þeirra. Við ætlum að vaxa og dafna, en á sama tíma tryggja að reksturinn standi undir sér og sé áfram ábyrgur.

Að okkar mati þarf einnig að skilgreina betur hver ber ábyrgð af kostnaði sem stefnumarkandi ákvarðanir ríkisins hafa haft í för með sér á fjárhag sveitarfélaga. Okkur er sniðinn mun þrengri stakkur í öflun tekna en ríkinu og samtal um þetta mun verða fyrirferðarmikið hjá sveitarfélögunum á næstu árum að okkar mati,“ segir Sigurjón.

Sveitarfélagið nær frá Skeiðarársandi í vestri að Hvalnesskriðum í austri og þar búa um 2.500 manns. Höfn í Hornafirði er eini þéttbýliskjarninn. Í sveitarfélaginu er fjölbreytt atvinnulíf en undirstöðuatvinnugreinarnar eru sjávarútvegur, ferðaþjónusta og landbúnaður.

Skylt efni: nýjir sveitastjórar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...