Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurjón Andrésson.
Sigurjón Andrésson.
Fréttir 5. júlí 2022

Kraftur og sjálfsbjargarviðleitni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sigurjón Andrésson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og hóf störf þann 1. júlí.

Hann hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi.

„Eins og gefur að skilja stend ég auðmjúkur frammi fyrir því trausti sem mér er sýnt með því að vera ráðinn í þetta starf. Ég hlakka til að flytja á Höfn og starfið leggst mjög vel í mig. Ég er geysilega spenntur fyrir nýjum áskorunum. Það eru metnaðarfull markmið sem koma fram í nýjum málefnasamningi og ég veit að það eru mikil tækifæri fram undan hjá sveitarfélaginu.

Fyrir utan það að kynnast nýjum vinnustað, rekstrinum og samfélaginu betur, þá munum við fara strax í að brjóta nýjan málefnasamning upp og forgangsraða verkefnum. Það verður mikilvægt að gera hlutina í réttri röð á næstu misserum og á hraða sem sveitarfélagið ræður við.

Það er af nægu að taka hvað varðar stór og mikilvæg verkefni hjá okkur á næstu misserum. Eitt af þeim verkefnum er að taka á móti höfuðstöðvum Vatnajökulsþjóðgarðs til Hornafjarðar. Flutningurinn er rökrétt og góð ákvörðun hjá núverandi stjórnvöldum og skiptir okkur sem búum og störfum í mestu nábýli við jökulinn miklu máli.

Styrkleikar sveitarfélagsins Hornafjarðar eru íbúarnir. Samfélagið einkennist af krafti og sjálfsbjargarviðleitni. Fólk hefur alla tíð þurft að bjarga sér sjálft og það býr í fólki mikið frumkvæði til einmitt þess. Öflugt atvinnulíf til sjávar og sveita ásamt blómlegu mannlífi hefur ekki komið að sjálfu sér og við horfum björtum augum til framtíðar og þeirra verkefna sem bíða okkar.

Okkar áskoranir felast meðal annars í að styrkja innviði og efla grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Við viljum eiga lifandi samtal við íbúa og munum stórefla upplýsingagjöf til þeirra. Við ætlum að vaxa og dafna, en á sama tíma tryggja að reksturinn standi undir sér og sé áfram ábyrgur.

Að okkar mati þarf einnig að skilgreina betur hver ber ábyrgð af kostnaði sem stefnumarkandi ákvarðanir ríkisins hafa haft í för með sér á fjárhag sveitarfélaga. Okkur er sniðinn mun þrengri stakkur í öflun tekna en ríkinu og samtal um þetta mun verða fyrirferðarmikið hjá sveitarfélögunum á næstu árum að okkar mati,“ segir Sigurjón.

Sveitarfélagið nær frá Skeiðarársandi í vestri að Hvalnesskriðum í austri og þar búa um 2.500 manns. Höfn í Hornafirði er eini þéttbýliskjarninn. Í sveitarfélaginu er fjölbreytt atvinnulíf en undirstöðuatvinnugreinarnar eru sjávarútvegur, ferðaþjónusta og landbúnaður.

Skylt efni: nýjir sveitastjórar

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...