Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Fréttir 29. júlí 2015

Kreppa hjá sænskum mjólkurbændum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Könnun sem sænska ríkis­sjón­varp­ið fram­kvæmdi fyrr í sumar meðal sænskra mjólkur­bænda sýnir að sjö af tíu óska eftir að yfirgefa Arla eða myndu íhuga að hætta samstarfi við fyrirtækið ef þeir hefðu möguleika á því. 
 
Könnunin er byggð á svörum frá sjö prósentum af öllum mjólkurbændum í landinu. Meirihluti þeirra sem spurðir voru, eða 56%, sögðust vera óánægðir með Arla. Það sýndi sig einnig að meðlimir í öðrum mjólkursamlögum voru mun ánægðari en meðlimir hjá Arla. 
 
Stjórnarformaður Arla, Åke Hantoft, skýrir þessa óánægju með því að miklar breytingar hafi orðið á fyrirtækinu síðastliðin 15 ár en á þeim tíma hafa þeir farið á alþjóðlegan markað en að nú verði allir að hjálpa til við að komast út úr erfiðu tímabili fyrirtækisins. Bóndinn fær um einn þriðja af útsöluverði á mjólk sem seld er í sænskum verslunum og bendir samband kúabænda þar í landi á að kostnaður kúabænda við framleiðsluna sé um 30 aurum hærra á hvern lítra en í Danmörku og einni krónu hærra á hvern lítra en í Þýskalandi. 
Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...