Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Ungur kúabóndi í Landeyjum var þá dæmdur til að greiða fyrrverandi kúabónda í Reykhólahreppi tæplega fimm milljónir króna, að frádreginni innborgun, vegna viðskipta með kýr
árið 2022.

Deildu bændurnir um efni samnings sem komist hafi á þeirra á milli um kaup á mjólkurkúm. Samið hafði verið um verð fyrir gripina en eftir afhendingu kúnna taldi kaupandinn þær haldnar göllum þannig að hann ætti kröfur á afslætti eða skaðabótum.

Dómara þótti kaupandi hvorki hafa sýnt fram á að verð fyrir hvern grip hafi verið ósanngjarnt eða óhóflegt, né að þeir hafi verið með lakari nytjum en hafi mátt gera ráð fyrir við kaupin. Þá þótti hann ekki hafa sýnt fram á að samningur þeirra hafi verið ósanngjarn. Dómari féllst því á kröfu stefnandans sem seldi kýrnar, um að stefndi kaupandinn bæri að greiða seljandanum um 4,8 milljóna króna að frádreginni innborgun og var stefnda einnig gert að greiða málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands þann 28. júní síðastliðinn.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...