Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Ungur kúabóndi í Landeyjum var þá dæmdur til að greiða fyrrverandi kúabónda í Reykhólahreppi tæplega fimm milljónir króna, að frádreginni innborgun, vegna viðskipta með kýr
árið 2022.

Deildu bændurnir um efni samnings sem komist hafi á þeirra á milli um kaup á mjólkurkúm. Samið hafði verið um verð fyrir gripina en eftir afhendingu kúnna taldi kaupandinn þær haldnar göllum þannig að hann ætti kröfur á afslætti eða skaðabótum.

Dómara þótti kaupandi hvorki hafa sýnt fram á að verð fyrir hvern grip hafi verið ósanngjarnt eða óhóflegt, né að þeir hafi verið með lakari nytjum en hafi mátt gera ráð fyrir við kaupin. Þá þótti hann ekki hafa sýnt fram á að samningur þeirra hafi verið ósanngjarn. Dómari féllst því á kröfu stefnandans sem seldi kýrnar, um að stefndi kaupandinn bæri að greiða seljandanum um 4,8 milljóna króna að frádreginni innborgun og var stefnda einnig gert að greiða málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands þann 28. júní síðastliðinn.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...