Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir að sæða kú.
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir að sæða kú.
Mynd / MHH
Fréttir 25. júlí 2023

Kúasæðingar hækka í verði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Búnaðarsamtaka Vesturlands ákvað á fundi í lok júní að hækka gjaldskrá sína vegna kúasæðinga frá 1. júlí um 5%, þó ekki kvígusæðingar.

„Ástæðan er fyrst og fremst hækkun á kostnaðarliðum eins og launahækkun og hækkun á sæði. Með þessu erum við að reyna að halda rekstrinum á sæðingum í jafnvægi,“ segir Guðmundur Davíðsson, formaður stjórnar samtakanna, spurður út í skýringu á hækkuninni.

Tveir fastir starfsmenn vinna við sæðingar, auk afleysingafólks á Vesturlandi, og þrír verktakar sjá um sæðingar á Vestfjörðum. Eftir hækkunina 1. júlí kostar kúasæðing 4.470 kr. og kvígusæðing 2.322 kr. Heimsóknargjald er 3.270 kr.

Skylt efni: kúasæðingar

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...