Kveikt í gamla húsinu í Akbraut
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Það logaði glatt í gömlu íbúðarhúsi á bænum Akbraut í Holtum þriðjudagskvöldið 21. júlí en þá var kveikt í húsinu þannig að slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu gætu æft viðbrögð við bruna.
Æfingin gekk vel. Landsvirkjun átti húsið en fyrirtækið ætlar sér að byggja stöðvarhús Holtavirkjunar þar sem húsið stóð. Virkjunin verður staðsett á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar á Þjórs- og Tungnáasvæðinu og mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsstöðvar. „Það var sorlegt og erfitt að sjá húsið og fjósið brenna en svona er þetta bara, þetta er búið og gert, þetta var góð æfing fyrir slökkviliðið,“ segir Daníel Magnússon, bóndi í Akbraut.