Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kyn hænsnfugla greint í eggi
Fréttir 23. janúar 2019

Kyn hænsnfugla greint í eggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný tækni gerir eggja­framleið­endum kleift að greina kyn hænsnfugla í eggi og sparar þannig útungun og slátrun hana við eggjaframleiðslu.

Eins og að líkum lætur er helmingur hænsnfugla sem klekjast úr eggjum hanar og helmingurinn hænur. Einungis hænurnar eru valdar til áframeldis en varphönunum, eins og þeir eru stundum nefndir, er slátrað. Talið er að 4–6 milljörðum varphana sé slátrað í heiminum árlega.

Greining hænsnfugla í kyn eftir varp er vandasamt verk og þarf til þess góða sjón og æft auga. Með nýrri tækni sem kallast „Seleegt“ er hægt að greina kyn fuglanna í eggi 21 degi eftir varp. Hanaeggin eru fjarlægð úr útungunarvélum og þau notuð í dýrafóður. Auk þess að vera skref í átt til meiri dýravelferðar sparar tækni eggjaframleiðendum bæði pláss og fóður.

Tæknin sem um ræðir byggir á því að greina hormóna í eggi með því að bora örfínt gat í skelina og sækja í eggið eilitla eggjahvítu sem síðan er hormónagreind. Greingin tekur innan við sekúndu fyrir hvert egg.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...