Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra-Vatnsskarði, sem var sýnd á Fjórðungsmóti Vesturlands árið 2017 í Borgarnesi.
Mynd / Eiðfaxi
Fréttir 1. júlí 2021

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands frá 7. til 11. júlí

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið dagana 7. júlí–11. júlí í Borgarnesi. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.

Ákveðinn fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki á þátttökurétt og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í töflu 1). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu þar sem um 75% hrossa í hverjum flokki verða valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Er þetta gert til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið. Þetta er sama leið og áætlað var að fara fyrir síðasta Landsmót.

Stöðulisti verður birtur í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa, sem vinna sér þátttökurétt á mótinu, en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum, beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk. Þá er hægt að bjóða eigendum hrossa sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...