Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi á komandi sumri og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni  en í ár felst keppnin um að hanna og prjóna lambhúshettur á fullorðna.
Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands. Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi á komandi sumri og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni en í ár felst keppnin um að hanna og prjóna lambhúshettur á fullorðna.
Fréttir 8. mars 2022

Lambhúshettan fær nýtt líf

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi dagana 10.–12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni.

Í ár er verkefnið fólgið í því að hanna og prjóna lambúshettu á fullorðinn. Þema keppninnar er huldu­fólk samtímans og ber að hafa það í huga við hönnunina, sem á að vera handprjónuð úr íslenskri ull. Óskað er eftir því að sagan á bak við hugmynd og hönnun fylgi með þegar verkinu er skilað inn í keppnina. Dómnefnd velur 3 efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2022, þar sem verðlaun verða afhent.

Sameinar þá sem hafa áhuga fyrir prjónaskap

Svanhildur Pálsdóttir, viðburða- og markaðsstjóri Textílmiðstöðvar Íslands, segir að markmið Prjóna­gleðinnar sé að sameina þá sem áhuga hafa á prjónaskap, skapa því vettvang til að hittast og miðla prjóna­sögum, nýjum hugmyndum, aðferðum og gömlum hefðum, „en ekki síst til að viðhalda prjónagleðinni í öllum sínum fjölbreytileika“.

Svanhildur segi að unnið sé að því að setja saman áhugaverða og fjölbreytta dagskrá fyrir Prjónagleðina í byrjun næsta sumars, en að venju verði í boði fjölbreytt úrval námskeiða og fyrirlestra auk þess sem blásið sé til viðburða sem tengist prjónaskap og garni á einhvern hátt. Markaðstorg er ævinlega sett upp í tengslum við Prjónagleðina, en þar koma saman handlitarar, garnframleiðendur, prjónaverslanir, handverksfólk og hönnuðir og sýna og selja vörur sem tengjast prjónalífinu.

Lambhúshettur komnar í tísku

Svanhildur hlakkar til að sjá verkin sem munu berast í samkeppnina. „Lambhúshettan er eins og við þekkjum mjög gamalt fyrirbæri og slík höfuðföt hafa verið notuð hér á landi sem skjólflík svo áratugum ef ekki öldum skiptir. Núna eru þær allt í einu komnar aftur í tísku og því tilvalið fyrir hönnuði og prjónafólk að spreyta sig á því verkefni. Okkur finnst mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari samkeppni, ekki síst af því að þemað er ansi krefjandi.“

Styrktaraðilar prjóna­sam­keppn­­innar í ár eru Ístex, Tundra, Vatns­nesYarn og Rúnalist sem gefa glæsileg verðlaun. Lambhús­hetturnar sem taka þátt í keppninni verða til sýnis meðan á hátíðinni stendur.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...