Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Tæknileg framleiðslugeta fjósa á Íslandi er vannýtt samkvæmt sérfræðingi í nautgriparækt.
Mynd / gbe
Fréttir 25. janúar 2024

Lánafyrirgreiðsla lýtur ekki fjármálaeftirliti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjármálastarfsemi samvinnufélaga lýtur ekki sama eftirliti og lánastarfsemi fjármálafyrirtækja.

Þrátt fyrir að veita bændum fyrirgreiðslur og langtímalán hafa hvorki Fjármálaeftirlitið, Neytendastofa né menningar- og viðskiptaráðuneytið eftirlitsskyldu gagnvart slíkri starfsemi.

Kúabóndi sem gagnrýndi aðkomu Kaupfélags Skagfirðinga að viðskiptum með greiðslumark mjólkur í síðasta tölublaði Bændablaðsins telur að bændur og ríkisvaldið þurfi að varða leið út úr því sem hann kallar öngstræti í átt að farsælla fyrirkomulagi mjólkurframleiðslunnar.

Tilgangur samvinnufélagsins KS er meðal annars að efla atvinnulíf á starfssvæði sínu með beinni og óbeinni þátttöku félagsins. Það gerir félagið meðal annars með því að aðstoða félagsmenn sína við kaup á mjólkurkvóta, enda er framleiðslugeta fjósa á svæðinu orðin umfram þann framleiðslurétt sem margir eiga.

Í reynd er þetta staðan víðar um land. Snorri Sigurðsson, sérfræðingur í nautgriparækt, telur að tæknileg framleiðslugeta fjósa landsins sé afar vannýtt, ekki eingöngu í Skagafirði. Nýting á Íslandi sé ekki nema rétt um þriðjungur þess sem tæknin og búnaðurinn sem fjárfest hefur verið í ræður í raun og veru við.

Við þá heildarendurskoðun á styrkjakerfi í landbúnaði sem nú er í farvatninu gefst stjórnvöldum tækifæri til að skoða þennan aðstöðumun og gagnsemi þeirrar framleiðslustýringar sem nú er við lýði í mjólkurframleiðslu.

Sjá nánar á síðum 20 - 23 í nýútkomnu Bændablaði.

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.