Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landbúnaðarráðherra segir þjóna litlum tilgangi að auka fjárveitingar til sauðfjárræktarinnar
Mynd / HKr.
Fréttir 20. júlí 2017

Landbúnaðarráðherra segir þjóna litlum tilgangi að auka fjárveitingar til sauðfjárræktarinnar

Höfundur: VH & TB

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir að núverandi landbúnaðarkerfi sé ekki að skila tilætluðum árangri í sauðfjárrækt, hvorki fyrir bændur né neytendur. Því þjóni litlum tilgangi að auka fjárveitingar til greinarinnar.

Á fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur 3. júlí síðastliðinn lögðu Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda fram minnisblað með tillögum til úrbóta vegna bágrar stöðu sauðfjárræktar í landinu vegna birgðasöfnunar og slæmrar markaðsstöðu sauðfjárafurða um þessar mundir.

Svar ráðuneytisins

Í svarbréfi ráðuneytisins dagsettu 11. júlí síðastliðinn segir meðal annars að ráðuneytið hafi fullan skilning á erfiðri stöðu framleiðenda sauðfjárafurða og sé reiðubúið að eiga viðræður við samtökin um öll möguleg ráð til að koma til móts við þessar aðstæður, innan þess ramma sem gildandi búvörusamningar segja. Þeir rammi í megindráttum þau framlög til landbúnaðar sem Alþingi hefur ákveðið. Í samtölum við forustu bænda hefur ráðherra undirstrikað mikilvægi þess að koma til móts við bændur þannig að það skili öflugri sauðfjárrækt til lengri tíma og betra umhverfi til neytenda.

Forystumönnum bænda var brugðið við þessi viðbrögð og furða sig á því að ráðherra leggi ekki meira til málanna en fram kemur í bréfinu.

Kerfið er ekki að skila árangri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að hún hefði fullan skilning á slæmri stöðu sauðfjárbænda í landinu en að eins og staðan sé í dag sé um offramleiðslu á sauðfjárafurðum að ræða og slíkt gangi ekki til lengdar.

„Að mínu mati þjónar litlum tilgangi að auka fjárveitingar til markaðssetningar á lambakjöti miðað við óbreytt kerfi. Núverandi kerfi er ekki að skila þeim árangri sem til stóð og ekki að skila því sem það á að gera beint til sauðfjárbænda eða neytenda. Þetta þyrfti endurskoðunarnefndin meðal annars að fara yfir. Fjárhagsrammi þessa málaflokks er samkvæmt fjárlögum 2017 fullnýttur en rétt er að geta þess að til viðbótar því sem bundið er til markaðssetningar á lambakjöti í búvörusamningnum samþykkti Alþingi 100 milljónir króna til markaðsstarfs. Einnig ákvað framkvæmdanefnd um búvörusamninginn að setja vannýttar beingreiðslur, einnig að fjárhæð 100 milljónir króna, í markaðsmál. Því hefur í raun verulegum fjárhæðum verið bætt í markaðsstarf fyrir lambakjöt.

Ég tel að við eigum að leggja aukna áherslu á innanlandsmarkað þegar kemur að markaðssetningu lambakjöts og markaðssetja það í frekari mæli fyrir ferðamenn sem hingað sækja. Ég hef einnig sagt að ég muni beita mér fyrir því að gera búvörusamninginn „framhlaðinn“ ef það má vera til þess að bæta þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir.“

Að sögn Þorgerðar Katrínar er samtali við Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda um alvarlega stöðu sauðfjárræktar í landinu engan veginn lokið og leita verði allra leiða til að bæta stöðu greinarinnar, til skemmri og lengri tíma litið.

Mikil vonbrigði segir formaður LS

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, tekur djúpt í árinni í viðtali við Bændablaðið þar sem hún segir stöðuna alvarlega og að tíminn til að leita lausna sé að renna út. Það séu mikil vonbrigði að hið opinbera virðist ætla að bregðast við þessar fordæmalausu aðstæður.

„Þótt svörin valdi vonbrigðum þá er hins vegar óþolandi og í raun mjög alvarlegt að ráðherra skuli draga bændur á svörum, í fjóra mánuði, og leggja til grútmáttlausar aðgerðir sem eru á engan hátt fallnar til að takast á við þann vanda sem við blasir. Þennan tíma hefði mátt nýta svo miklu, miklu betur,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. 

Minnisblað LS og BÍ - pdf

Svarbréf ráðherra - pdf

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...