Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Bjarni Guðmundsson og Kristinn Hugason takast í hendur við undirritun á samþykktum um náið samstarf Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri og Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal. Undirritunin fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.
Fréttir 22. desember 2015

Landbúnaðarsafnið og Sögusetur íslenska hestsins undirrituðu samstarfssamning

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands, og Kristinn Hugason, forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins í Hjaltadal, undirrituðu í Bændahöllinni á mánudag samþykkt um náið samstarf stofnananna.

Felur samningurinn í sér að hvers konar verkefnum sem upp kunna að að koma til þess aðilans sem betur hentar hverju sinni. Er þetta gert til að forðast tvíverknað og hvers kyns skörun í þeim verkefnum sem Landbúnaðarsafnið og Sögusetrið takast á hendur. 

Einnig felur þetta samkomulag í sér virkt samstarf um söfnun og vörslu hvers konar gagna og muna og koma því fyrir hjá þeim aðilanum sem betur hentar. Það á m.a. við um verkefni og möguleika á hentugri og fullnægjandi vörslu.

Þá er gert ráð fyrir samstarfi um útgáfumál og gagnkvæmri miðlun upplýsinga. Með þessu samkomulagi hyggjast menn bæta vinnubrögð við hvers konar þekkingaröflun á landbúnaðarsögu Íslands og sögu vegferðar íslenska hestsins með þjóðinni og tryggja þannig stöðu beggja þátta til framtíðar. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...